Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1952, Blaðsíða 112
112 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
frá Einarsstöðum í Suður-Þingeyjarsýslu og kom til Vestur-
heims fyrir 25 árum. Áhugamaður um félagsmál.
23. Steinunn Magnúsdóttir, á elliheimilinu “Betel” að Gimli.
Man. Fædd 14. maí 1857 á Ásgrímsstöðum í Hjaltastaða-
Jxinghá. Foreldrar: Magnús Ásmundsson frú Ilnitbjörgum í
Jökulsárlxlíð og Sesselja Stefánsdóttir frá Heyskálum í Hjalta-
staðaþinghá. Kom vestur um haf 1903 og var síðan búsett í
Winnipeg.
24. Anna Sigríður Guðmundsdóttir Sigbjörnsson, kona Sigbjörns
Sigbjörnssonar landnámsmanns í grennd við Leslie, Sask., að
heimili sínu þar í byggð. Fædd á Grund i Jökuldal i Norður-
Múlasýslu 3. des. 1876. Foreldrar: Guðmundur Jónsson, af
Hauksstaða- og Hróaldsstaðaættum i Vopnafirði, og Anna
Margrét Þorsteinsdóttir, af Melaætt í Fljótsdal. Fluttist vestur
um haf til Winnipeg 1903, en hafði verið búsett við Leslie
síðan 1908. Meðal systkina hennar er Björgvin Guðmundsson
tónskáld.
25. Jón Stefánsson, á elliheimilinu “Betel” að Gimli, Man. Fædd-
ur að Bót i Ilróarstungu í Norður-Múlasýslu 10. ágúst 1875.
Foreldrar: Stefán Þórarinsson og Þuríður Jónsdóttir. Fluttist
vestur um haf með foreldrum sínum til N. Dakota 1883, en
hafði siðíin 1887 verið búsettur í Nýja-Islandi.
26. Ingiriður Jónsson, ekkja dr. Björns B. Jónssonar, fyrrum
prests Fyrsta lúterska safnaðar í Winnipeg og kirkjufélags-
forseta, að heimili sínu í Winnipeg. Fædd að Svarflióli í
Hraunhreppi í Mýrasýslu 20. okt. 1878. Foreldrar: Guðmund-
ur Jónsson og Guðný Símonardóttir. Fluttist með jxeim til
Canada er liún var á 9. ári. Ein af tveim fyrstu íslenzkum
kennslukonum í Winnipeg. Forystukona í kristindómsmiílum.
27. Margrét Isfeld, kona Jóns ísfeld, að heimili sínu i Minneota,
Minn. Fædd að Fremri Hlíð i Vopnafirði 18. okt. 1869. For-
eldrar: Jón Guðmundsson Westdal og Sigriður Benedikts-
dóttir. Kom vestur um liaf til Minnesota með foreldrum sín-
um sumarið 1880.
28. Aðalheiður Einarsson, kona Jóns Einarssonar landnámsmanns
frá Hvappi i Þistilfirði, að heimili sínu við Sexsmith P.O. í
Peace River héraðinu í Alberta. Fædd i Skorradal i Borgar-
firði syðra 3. febr. 1873. Foreldrar: Eyjólfur Guðmundsson
prests á Hólmum i Reyðarfirði og fyrri okna hans Ingveldur
Sveinbjarnardóttir hreppstjóra á Oddsstöðum í Suður-Reykja-
dal. Kom af Islandi til Canada 1902.
29. Benedikt Ingimundur Johnson, í Haney, B.C. Fæddur 30.
nóv. 1919 í íslenzku byggðinni í Morden, Man., sonur Jóns
B. Johnson sveitarráðsmarms og konu lians Jónu (Kristjáns-
son) Johnson.
MAI 1951
1. Landnámskonnn Ingibjörg Sveinsson, ekkja Halldórs Hjalta-