Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1952, Blaðsíða 75
ALMANAK 75
er búsettur var við Dongola-pósthús, en Fríman hafði
unnið hjá honum austur í Ontario. Tjáði Douglas Frím-
anni, að hann hefði valið þetta land fyrir Skota, en þar
sem þeir ætluðu sýnilega ekki að koma, vildi hann enga
nágranna fremur hafa en Islendinga, og kvað þetta hafa
orðið til þess, að þeir fóru að flytjast í byggðina.
Byggðin var fyrst og lengi fram eftir, eins og kunn-
ugt er, kölluð Vatnsdalsbyggð, og gaf Sigurður Anderson
henni nafn. En daladrög (dalir) út frá Qu’Appelle-daln-
um voru nefndir Vatnsdalur og Hjaltadalur, og skóli
byggðarinnar nefndur Hóla(Hólar)skóli; er hann nú sam-
komuhús byggðarinnar.
Legu byggðarinnar, gróðurfari og fólksfjölda, lýsir
Guðmundur Ólafsson þannig í framannefndri grein
sinni: “Byggðin er öll í Township 18, Range 31—32, vest-
ur af fyrsta hádegisbaug, og liggur á hæðóttu landi á
norðurbrún Qu’Appelle dalsins. Jarðvegur er ágætur, en
töluvert erfiður að vinna í akra, gefur góða uppskeru, er
aldrei hefur brugðist í 40 ár. Haglskemmdir hér sjaldan
og frost varla nema niðri í dalnum; ryð hefir gert vart
við sig á síðustu árum. Byggðin hefir jafnan verið fá-
menn, fólkstala mun ekki hafa farið mikið yfir 100, þá
flest var, nú 14 heimili með 75 manns.” Þetta var ritað
1927.
Annars hefir Guðmundur á öðrum stað (í ræðu til
þeirra landnámshjónanna Narfa og önnu Vigfússon,
Lögberg, 6. marz, 1930) lýst því, hvernig byggðin kom
honum fyrir sjónir, er hann leit hana fyrst, en hann flut-
tist þangað mjög snemma á árum. Sú lýsing lians er á
þessa leið:
“Sólin var farin að lækka á vesturloftinu, þegar eg
kom á suðurdalsbrúnina, kvalinn af þreytu og þorsta
eftir að ganga frá Moosomin, því seinustu 15—20 míl-
urnar hafði eg ekkert hús fundið; en nú opnaðist dalur-
inn fyrir mér, með öllum sínum tilbreytingum, sem stakk