Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1952, Blaðsíða 76
76 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
svo í stúf við tilbreytingarlitla sléttuna, að Islendings-
eðlið í mér gleymdi þreytunni í svip og eg hoppaði ofan
fyrstu brekkuna eins og alikálfur og tók stefnu á eina
húsið, sem eg sá undir efstu dalsbrekku hinum megin í
norðvestur. Þetta var hús Narfa og Önnu Vigfússon, og
fyrsta húsið, sem eg heimsótti í þessari byggð. Nú er sá
lijalli auður, en ætíð er eg fer þar fram hjá, minnist eg
mjólkurinnar, sem eg þambaði þar fyrir 36 árum.” *
Erfið voru fyrstu árin og hörð landnámsbárattan þar
í byggð, sem annarsstaðar í nýlendum Islendinga vestan
hafs, og vék Tryggvi Þorsteinsson að því í ofannefndri
frásögn sinni um stofnun byggðarinnar.
Hefi eg eftirfarandi sögu um fyrsta jólahald Islend-
inga þar í byggð, árið 1887, eftir góðri heimild. Til þess
að sækja vistir og önnur föng til jólanna, fóru þeir Eir-
íkur og Guðmundur Þorsteinssynir fótgangandi til Moos-
omin. Eiríkur bar á bakinu heimleiðis 100 pund af hveiti
og 10 pund af hvoru, sykri og kaffi, en Guðmundur bar
85 pund af haframjöli ásamt öðrum nauðsynjum; leið-
ina, sem er 66 enskar mílur, fóru þeir á tveim dögum,
þrátt fyrir það, hve þungar byrðar þeir höfðu að bera.
Munu allir mæla, að það hafi verið vel af sér vikið; er
þetta ágætt dæmi um hreysti og þrautseigju landnem-
anna, en um leið langt frá því að vera einsdæmi.
Þegar í byrjun hófst nokkurt félagslíf meðal Islend-
inga í byggðinni. í fyrstu, eins og annarsstaðar í nvlend-
um þeirra vestan hafs, voru guðsþjónustur haldnar í
heimahúsum, með húslestrum og almennum sálmasöng,
eins og tíðkaðist heima á ættjörðinni. En þegar um alda-
mótin fóru íslenzkir prestar að koma til byggðarinnar,
halda þar guðsþjónustur og vinna prestverk. Lúterskur
° Þeirra Vigfússon-hjóna, Guðmundar og hans fólks, sem og ann-
arra landnema, verfiur að sjálfsögðu nánar getið í landnemaþátt-
um byggðarinnar. — Ritstj.