Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1952, Page 76

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1952, Page 76
76 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON: svo í stúf við tilbreytingarlitla sléttuna, að Islendings- eðlið í mér gleymdi þreytunni í svip og eg hoppaði ofan fyrstu brekkuna eins og alikálfur og tók stefnu á eina húsið, sem eg sá undir efstu dalsbrekku hinum megin í norðvestur. Þetta var hús Narfa og Önnu Vigfússon, og fyrsta húsið, sem eg heimsótti í þessari byggð. Nú er sá lijalli auður, en ætíð er eg fer þar fram hjá, minnist eg mjólkurinnar, sem eg þambaði þar fyrir 36 árum.” * Erfið voru fyrstu árin og hörð landnámsbárattan þar í byggð, sem annarsstaðar í nýlendum Islendinga vestan hafs, og vék Tryggvi Þorsteinsson að því í ofannefndri frásögn sinni um stofnun byggðarinnar. Hefi eg eftirfarandi sögu um fyrsta jólahald Islend- inga þar í byggð, árið 1887, eftir góðri heimild. Til þess að sækja vistir og önnur föng til jólanna, fóru þeir Eir- íkur og Guðmundur Þorsteinssynir fótgangandi til Moos- omin. Eiríkur bar á bakinu heimleiðis 100 pund af hveiti og 10 pund af hvoru, sykri og kaffi, en Guðmundur bar 85 pund af haframjöli ásamt öðrum nauðsynjum; leið- ina, sem er 66 enskar mílur, fóru þeir á tveim dögum, þrátt fyrir það, hve þungar byrðar þeir höfðu að bera. Munu allir mæla, að það hafi verið vel af sér vikið; er þetta ágætt dæmi um hreysti og þrautseigju landnem- anna, en um leið langt frá því að vera einsdæmi. Þegar í byrjun hófst nokkurt félagslíf meðal Islend- inga í byggðinni. í fyrstu, eins og annarsstaðar í nvlend- um þeirra vestan hafs, voru guðsþjónustur haldnar í heimahúsum, með húslestrum og almennum sálmasöng, eins og tíðkaðist heima á ættjörðinni. En þegar um alda- mótin fóru íslenzkir prestar að koma til byggðarinnar, halda þar guðsþjónustur og vinna prestverk. Lúterskur ° Þeirra Vigfússon-hjóna, Guðmundar og hans fólks, sem og ann- arra landnema, verfiur að sjálfsögðu nánar getið í landnemaþátt- um byggðarinnar. — Ritstj.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.