Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1952, Blaðsíða 118
]J8 ÓLAFUll S. TIJORGEIRSSON:
13. Ragnheiður Guðmundsdóttir Ólafsson, ekkja O. B. Ólafssoii,
að lieimili dóttur sinnar í Brandon, Man. Fædd í Kollugerði
á Skagaströnd í Húnavatnssýslu 29. ágúst 1873. Ilafði um
langt skeið \erið búsett í Brandon.
27. Guðmundur Magnús Jónsson, landnámsmaður að Odds í
Geysisbyggð í Nýja-lslandi, að Iieimili sona sinna þar í byggð.
Fæddur 19. marz 1875 að Hlið í Hvammsbreppi á Vatnsnesi
i Húnavatnssýslu. Foreldrar: Jón Guðmundsson og Soffia
Magnúsdóttir. Kom vestur um haf um aldamótin og gerðist
landnámsmaður í Geysisbyggð 1901.
NÓVEMBER 1951
7. borbjörg Edvvards, á Almenna sjúkrahúsinu i Toronto, Ont.
Fædd á Islandi 1876, fluttist til Canada 10 ára að alclri, og
hafði átt heima í Winnipeg til 1937.
11. Pétur Guðjohnsen, í Vancouver, B.C., 72 ára að aldri; hafði
lengi starfað á pósthúsi borgarinnar. Hann var sonur Einars
Guðjohnsens læknis á Voimafirði.
13. Arinbjörn S. Bardal útfararstjóri, á Almenna sjúkrahúsinu í
Winnipeg. Fæddur 22. april 1866 að Svartárkoti í Bárðardal
í Suður-Þingeýjarsýslu. Foreldrar: Sigurgeir Pálsson og Vig-
dís Helgadóttir. Fluttist vestur um haf til Winnipeg 1886,
og átti þar heima svo að segja óslitið jafnan siðan. Áhuga-
samur mjög um kirkju- og þjóðræknismál, og viðkunnur for-
ustumaður í bindindismálum, áratugum saman Stórtemplar
Stórstúku Góðtemplarareglunnar i Manitoba.
18. Jón S. Jolmson, í Winnipeg, 59 ára að aldri, sonur Guðmund-
ar Johnson fyrrum klæðvörukaupmanns þar í borg.
20. Lillie Johnson, kona Christjans (Jack) Johnson, á Almenna
sjúkrahúsinu i Winnipeg, 71 árs að aldri. Foreldrar: Sigur-
björn og Kristjana Lovísa Johnson. Fluttist barnung vestur
um haf til Nýja-lslands með foreldrum sínum.