Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1952, Blaðsíða 82
82 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
og þar dó hann. Hún kom aftur vestur og giftist seinna
Valdimar S. Þorsteinssyni í Efra-Iivammi í Víðirnes
byggð í N. Islandi. Hún dó 8. febrúar 1937. Hún var
mvndarleg og merk kona með afbrigðum.
Páll Bjarnason átti bróður í Dakota, er Bjarni hét.
Átti hann nokkra sonu, sem nafnkunnir eru. Um Bjarna
kvað K. N. Júlíus erfiljóð. 2)
Gíslína mun hafa verið 7 ára, er hún kom til Vestur-
Canada. Er hún komst á legg fór hún að vinna í vistum
í Winnipeg og stundaði hún það með góðum orðstír
fram um tvítugs aldur. Um það leyti, veturinn 1887-8,
giftist hún Guðmundi Eyjólfssyni 3) (Olson) Jónssonar frá
Geitdal í Skriðdal (hálfbróður mínum) og man eg fyrst
eftir henni um það leyti. Er sagt, að það bafi verið fyrsta
hjónavígsla, er séra Magnús J. Skaftason framkvæmdi
hér vestra, en kirkjubækur frá þeirri tíð eru nú glataðar.
Um giftingardaginn er því ekki alveg víst.
Þau Gíslína og Guðmundur bvrjuðu lífsbaráttuna
með tvær hendur tómar, eins og flestir á þeirri tíð. Fyrst
munu þau hafa sezt að á Skálabrekku í Víðimesbyggð,
en þar vom þau ekki lengi.
Guðmundur var í öllu tilliti verkhagur maður og að
náttúrufari lista smiður, og stundaði hann smíðavinnu
að mestu alla æfi. Voru þau á ýmsum stöðum, eftir því
hvernig liagaði til með atvinnu hans. Frá 1892 til alda-
móta, voru þau í Argyle og Glenboro. Síðan voru þau á
Gimli, í Selkirk, Winnipeg, Victoria Beach og máske
2) Páll Bjarnason og Bogi ritstjóri í Vancouver og flr.
3) Móðir Guðmundar var Guðrún Guðniundsdóttir frá Geitdal,
fvrri kona Eyjólfs. Hún dó á Islandi. Guðmnndur kom \ estur með
föður sínum 1878. Bjó Eyjólfur á Fagralandi i Víðirnesbyggð þar
til hann flutti til Argyle 1892. Voru margir listhæfir menn í móð-
urætt Guðmundar. Eldri systkinin skrifuðu nafn sitt “Olson” en
við vngri systkinin höfum skrifað “Oleson”.