Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1952, Blaðsíða 28
28
ÓLAFUR S. TIIORGEIRSSON:
Móðir vor með fald og feldi
fannhvítum á kroppi sér,
hnigin að æfi kalda kveldi,
karlæg nær og holdlaus er;
grípi hver sitt gjald í eldi,
sem gengur frá að bjarga þér.
Ilámarki sínu nær þó eldmóður skáldsins og krafta-
kyngi í ögrandi ákalli hans til Guðs um hjálp í neyð þjóð-
arinnar og frelsisbaráttu hennar:
Legg við, faðir, líknareyra,
leið oss einhvern hjálparstig;
en viljirðu ekki orð mín heyra,
eilíf náðin guðdómlig,
mitt skal hróp af heitum dreyra
himininn rjúfa kringum þig.
Kvæði þetta er þannig vaxið um fágætan kraft og
kyngi, að ekki er ólíklegt, að það hafi einhver áhrif haft
á þá, er lásu það eða heyrðu, stælt þeim kjarkinn. Eitt
er víst, að Þjóðfundarmennirnir, með sárfáum undan-
tekningum, stóðu fast um málstað þjóðarinnar, þegar
mest á reið, og hikuðu ekki \'ið að ganga í berhögg við
stjórnarvöldin.
Er leið að Þjóðfundinum, varð fundarmönnum það
ljóst af ýmsum fyrirboðum, að allra veðra myndi von úr
átt stjórnarinnar; eigi að síður, og þrátt fyrir beina mót-
spyrnu stiftamtmanns, létu fæstir þeirra hugfallast, en
efndu til fyrirhugaðs Þingvallafundar 28. og 29. júní
1851. Jón Sigurðsson, er nýkominn var til landsins, sat
fundinn, en séra Hannes Stephensen stýrði honum.
Fundur þessi var um allt hinn merkilegasti, og lýsir dr.
Þorkell Jóhannesson sögu-prófessor gjörðum hans ágæt-