Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1952, Blaðsíða 114
114
ÓLAFUR S. TMORGEIRSSON:
bœði frá Vestmannaeyjum. Kom til Ameríku með foreldrum
sinuni 1904.
3. Hannes S. Anderson, einn af fyrstu landnemum Wynyard-
byggðar, að heimili sínu þar í byggð, 73 ára að aldri. Hann
var sonur Skúla Árnasonar, eins af frumbyggjum Nýja-ls-
lands, og síðar Argyle-byggðar, og fyrstu konu lians Sigríðar
Erlendsdóttur.
4. Margrét ólafsdóttir Líndal, kona Jóns J. Líndal, að heimili
sínu í Winnipeg, Man. Ættuð érr Grindavík.
6. Helga Indriðadóttir Smith, að heimili sínu i Warroad, Minn-
esota. Fædd í Þingeyjarsýslu árið 1893, en fluttist til Vestur-
heims 1893. Hafði um langt skeið átt heima í Warroad, en
áður í Grafton, N. Dakota.
8. Böðvar H. Jakobsson, að heimili sínu í Geysisbyggð í Nvja-
Islandi, 62 ára að aldri. Foreldrar: Helgi Jakobsson frá Sig-
mundarstöðum í Þverárhlíð og Ingibjörg Böðvarsdóttir frá
Örnólfsdal. Kom til Vesturheims með foreldrum sínum alda-
mótaárið og settist ári síðar að í Geysisbyggð. Kunnur liag-
yrðingur.
11. Guðrún Jónsdóttir Guðmundsson, ekkja Þorvaldar Guðmunds-
son, að heimili dóttur sinnar í Winnipeg, Man. Fædd 30.
des. 1862 í Hraunhreppi í Mýrasýslu. Kom \estur um haf
með manni sínum 1887; settust þau brátt að í Selkirk, Man.,
og bjuggu þar síðan.
15. Guðjón Árnason, að heimili sínu í Langruth, Man. Fæddur í
Argyle-byggðinni í Manitoba 8. júní 1889, sonur Páls Árna-
sonar og Margrétar konu lians frá Minna-Mosfelli í Grímsnesi.
15. Björn Hjörleifsson, að heimili sínu í St. Vital, Man., 69 ára
að aldri.
19. Sigurður Johnson Mýrdal, að heimili dóttur sinnar og tengda-
sonar, Önnu og Kára Byron, að Lundar, Man. Fæddur að
Kothól á Álftanesi 13. nóv. 1856. Kom til Ameríku aldamóta-
árið og hafði verið landnámsmaður bæði í Grunnavatns-
byggð og við Vestfold í Manitoba.
22. Sigurður Júlíus Jorgensson, að heimili sínu í Selkirk, Man.
Fæddur í Reykjavík 18. sept. 1872. Foreldrar: Jorgen Þor-
geirsson og Gróa Jónsdóttir. Flutti til Canada aldamótaárið
og settist þá jiegar að í Selkirk.
22. Öldungurinn og frumherjinn Jónas Helgason, að heimili sínu
i Argylebyggðinni i Manitoba. Fæddur að Arndisarstöðum í
Bárðardal 7. april 1860. Fluttist vestur um haf til Argyle-
byggðar 1888, og átti þar að kalla heima siðan ævilangt. (Um
hann sjá grein i Alm. Ó.S.Th.)
I júni Kristín Lárusdóttir Fjeldsted, á elliheimilinu “Höfn” i
Vancouver, B.C. Ættuð frá Stykkishólmi og fluttist vestur
um haf 1911; átti fram á siðustu ár heima i Winnipeg.