Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1952, Blaðsíða 74
Drættir úr sögu Tantallon-byggðar
Eftir Richard Beclc
Til viðbótar hinni stuttu en greinagóðu frásögn
Tryggva landnámsmanns Þorsteinssonar um stofnun
Tantallon-byggðarinnar, er birtist í Almanakinu í fyrra,
verða hér raktir nokkrir drættir úr sögu byggðarinnar
eftir ýmsum heimildum, meðal annars drögum til þeirrar
sögu eftir annan landnámsmann þar í byggð, Guðmund
Ólafsson, er sonur hans Ólafur G. Ólafsson í Winnipeg,
hefir góðfúslega látið mér í té.
Um stofnun nýlendunnar fer Guðmundur þessurn
orðum: “Um mánaðamótin ágúst og september árið 18S7
lögðu nokkrir landar út frá Winnipeg í landaleit vestur
í Qu’Appelle dal, þar sem nú er Tantallon, og festu nok-
krir' þeirra sér þar lönd, og er það upphaf þessarar
byggðar. Formaður fararinnar mun hafa verið Frímann
B. Anderson, ritstjóri Heimskringlu; með honum voru
jreir Sigurður Anderson, John Ágúst Jolmson, Stefán B.
Johnson og Guðmundur Þorsteinsson, er einnig tók lönd
fyrir bræður sína, þá Eirík og Tryggva. Næsta ár settust
nokkrir að í byggðinni, og var land að mestu upptekið
fyrir aldamót.” (Smbr. einnig fyrrnefnda grein Tryggva
Þorsteinssonar.)
Um hlutdeild Frímanns í stofnun nýlendunnar var
mér ennfremur sagt það af gömlum byggðarbúum, er eg
var þar á ferð fyrir fáum árum, að hann hefði í leit sinni
að nýlendusvæði vestur þar kornið til Thomas Douglas,