Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1952, Blaðsíða 87
ALMANAK
87
ton. Þar verzluðu íslendingar aðallega. Ekki var það
mikið, sem Islendingar höfðu af vörum að selja fyrst í
stað, og lítið höfðu þeú af peningum. Þeir einu pening-
ar, sem þeir gátu aflað sér, var það, sem þeir unnu sér
inn við uppskeru og í þreskingu hjá sléttubúunum.
Helztu vörur, sem Islendingar gátu selt, var: smjör og
egg, og á haustin og veturna sokkar og vettlingar. Þegar
þeir gátu farið að plægja lönd sín og komið sér upp ökr-
um, þá seldu þeir kveitikornið í Glasston.
Ekki höfðu þessir sléttubúar mikið álit á Islending-
um. Var hlegið að þessum heimskingjum, sem völdu sér
eignarjarðir í smáskóginum upp við Pembinahálsana.
Var haldið, að þeir væru komnir af Skrælingjum og ná-
skyldir Skrælingjum á Grænlandi. Þeim var því aldrei
treystandi og haldið, að þeir yrðu aldrei góðir borgarar
þessa lands.
Mikið var hlegið að þessum íslendingum fyrir það,
að þeir reyndu allir að eignast nautgripi og sauðfé, en
hugsuðu ekki eins mikið um að breyta jörðum sínum í
akra. Sléttubúunum fannst, að ekkert gæti verið arðber-
andi fyrir bóndann, nema góðir akrar. Þó gátu góðir
gripir verið arðberandi, ef menn hefðu stórar hjarðir.
En það var bara hlægilegt, að eiga bara tvær-þrjár kýr
og nokkrar kindur. Allur arður af kindunum var sá, að
konur Islendinga prjónuðu sokka og vettlinga úr ullinni
af þeim, og seldu svo í búðirnar sokkana og vettlingana.
Sléttubúarnir vissu þó manna bezt, að sokkarnir og vettl-
ingarnir skýldu fyrir vetrarkuldanum,
Kaupmaður sá, sem stærstu verzlunina hafði í Glass-
ton, hét James Walker. Það var sagt, að hann verzlaði
með alla skapaða hluti milli himins og jarðar. Þótt þetta
væri töluvert orðum aukið, þá verzlaði hann samt með
matvöru, klæðnað, skófatnað, járnvöru og borðvið. Svo
átti hann stærstu kornhlöðuna í þorpinu. Ekki hafði
James Walker mikið álit á Islendingum, frekar en aðrir
sléttubúar, fyrst er hann byrjaði að verzla. En eftir því,