Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1952, Blaðsíða 103
ALMANAK 103
Okt.—Dr. A. H. S. Gillson, forseti Manitobaháskóla,
tilkynnir, að á fundi háskólaráðsins þ. 3. október hafi
Finnbogi Guðmundsson cand. mag. verið skipaður for-
maður háskóladeildarinnar í íslenzkum fræðum með að-
stoðar prófessors (Assoeiate Professor) nafnbót. Hann er
sonur hins góðkunna fræðimanns dr. Guðmundar Finn-
bogasonar og Laufeyjar Vilhjálmsdóttur konu hans í
Reykjavík; lauk stúdentsprófi við Menntaskóla Reykja-
víkur 1943, en meistaraprófi í íslenzkum fræðum við
Háskóla Islands 1949. Kom hinn ungi fræðimaður vestur
til Winnipeg seint í nóvembermánuði, og var, að vonum,
ágætlega fagnað.
Okt.—Um miðjan þann mánuð lagði séra Skúli Sigur-
geirsson af stað suður til Wallace, Indiana, ásamt frú
sinni, til þess að hefja þar prestsstarf; stuttu áður liöfðu
söfnuðii' hans í Saskatchewan kvatt þau hjón með virðu-
legu samsæti.
Okt. Um það leyti kom út á vegum Ryerson Press
útgáfufélagsins í Toronto skáldsagan “Tanya” eftir Krist-
ine Benson Kristofferson fyrrum kennslukonu á Gimli,
og hlaut góða dóma. Höfundurinn, sem er fædd og upp-
alin á Gimli, er dóttir þeirra Gísla Jakobs Benson, ættað-
ur frá Másstöðum í Vatnsdal í Húnavatnssýslu, og Ólínu
Ingveldar Benson, frá Bjargarsteini í Stafholtstungum í
Mýrasýslu.
Okt.—Gert kunnugt, að Jakob F. Kristjánsson í Win-
nipeg hafi verið skipaður af sambandsstjórninni í Canada
umsjónarmaður atvinnumála (Regional Employment
Officer) fyrir norðvestur Ontario, Slettufylkin þrjú og
Peace River byggðarlögin í British Columbia; hefir hann
áður árum saman skipað ábyrgðarstöður í þjónustu land-
búnaðardeildar ríkisstjómarinnar í búnaðar- og atvinnu-
málum.
24. okt.—Victor B. Anderson endurkosinn í bæjarráð
í Winnipeg í 2. kjördeild borgarinnar.