Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1952, Blaðsíða 77
ALMANAK 77
söfnuður var einnig stofnaður þar snemma á árum og
var starfandi þar um langt skeið. Þessir prestar er mér
tjáð, að haldið liafi guðsþjónustur og unnið prestverk
í byggðinni, en þeir voru þá löngum jafnframt þjónandi
prestar í Churchbridge: Séra Pétur Hjálmsson, séra Gut-
tormur Guttormsson, séra Hjörtur Leó, séra Jónas A.
Sigurðsson, séra Carl Olson, séra Runólfur Marteinsson,
séra Sigurður Christophersson og nú síðast séra Jóhann
Friðriksson. Séra Oddur V. Gíslason mun og hafa þang-
að komið fyrr á árum. Guðmundur Ólafsson getur þess
einnig, að séra Rögnvaldur Pétursson liafi þangað komið
og flutt þar guðsþjónustu.
Ekki leið heldur á löngu frá stofnun byggðarinnar
þangað til barnakennsla hófst þar, því að árið 1890 var
ráðin þangað íslenzk kennslukona frá Brandon, en, því
miður, er mér eigi kunnugt um nafn hennar. Kenndi hún
um þriggja mánaða skeið á heimili Sigurðar Anderson,
og segir heimild mín, að börnunum liafi farið vel fram á
þeim stutta tíma. En eftir því sem börnum á skóla-aldri
fjiilgaði, var hafinn undirbúningur að byggingu skóla-
húss. Var Hóla(Hólar)skólinn, eins og hann var nefndur,
fullgerður í apríl 1894. Fór kennsla þar síðan fram þang-
að til skólinn sameinaðist Tantallon skólahéraðinu í
febrúar 1918.
í því sambandi er rétt að víkja að myndun sveitar-
stjómar í byggðinni, en um það farast Guðmundi Ólafs-
syni þannig orð í frásögn sinni: “Sveitarstjórn komst hér
á 1912 og hafa landar ætið haft einn sinna manna í hen-
ni, fyrst Narfa Vigfússon, og var hann um eitt skeið odd-
viti, þá Jón Júlíus Johnson, og nú Ingi G. Ólafsson.”
Þetta var fram til 1927, en um frekari forystu Islend-
inga þar í byggð í sveitarmálum verður getið í landnema-
þáttunum, eftir því sem upplýsingar eru fvrir hendi um
það atriði.
Skal þá aftur horfið að félagslífi í bvggðinni. Lestrar-