Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1952, Blaðsíða 25
ALMANAK 25
þegnum sínum nýrri og frjálsari stjórnarskipun á þing-
ræðislegum grundvelli; náðu þær ákvarðanir einnig til
Islands, og var það sérstaklega tekið fram í boðskap
konungs, að tilskipunin um Alþingi frá 8. rnarz 1843
stæði óbreytt, en með þeirri sögulegu tilskipun var Al-
þingi, eins og kunnugt er, stofnað að nýju og merkisspor
stigið fram á við í sjálfstæðisbaráttu Islendinga. Má á
það rninna, að það var einmitt með djarfmæltii og vitur-
legri þátttöku sinni í umræðunum um endurreisn Al-
þingis og tilhögun þess, að Jón Sigurðsson gerðist hinn
mikli leiðtogi Islendinga í stjórnmálabaráttu þeirra. og
varð síðan allt til dauðadags sjálfkjörinn foringi þeirra.
Þegar Friðrik VII afsalaði sér einveldinu 1848, sá Jón
Sigurðsson glöggt, að nú væri örlagastund runnin upp,
er hafin skyldi ný og markviss barátta fyrir sjálfsforræði
íslenzku þjóðarinnar, því að hann leit réttilega svo á, að
fyrst konungur hafði nú látið af liendi þau réttindi, sem
hann hafði fengið af hálfu Islendinga með liollustueið-
um, þá hyrfu þau réttindi nú aftur til Islendinga sjálfra.
Þetta er kjarninn í hinni stórmerku ritgerð Jóns, “Hug-
vekja til íslendinga”, er hann birti í Nýjum félagsritum
1848, og hefir að einkunnarorðum þessar hreimmiklu
ljóðlínur úr “Bjarkamálum hinum fomu”:
Dagur er upp kominn,
dynja hana fjaðrar,
mál er vílmögum
að vinna erfiði.
Öll er ritgerðin þrungin fagnaðarkennd og sannfær-
ingarkrafti, rökföst, svo að af ber; í einu orði sagt: frá-
bær lögeggjan til athafna og framsóknar. Með ritgerðinni
var stefnan í stjórnfrelsisbaráttu Islendinga mörkuð
skýrt og hiklaust, og á þeim grundvelli var hún háð,
þangað til sigur var unninn.