Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1952, Blaðsíða 90
90
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
valinn til að vera konnngur.” Svo gekk Mike Sullivan til
Bárðar og fór að rjála við skeggið á honum. \;ék Bárður
sér frá honum, en sagði ekki neitt. Reyndi þá James
Walker að þagga niður í Mike Sullivan, og sagði, að
hann og hans líkar yrðu aldrei menn á við Bárð. Var því
tekið með hlátri og sköllum og létu menn nú enn verr
en áður.
Þegar Bárður hafði keypt það, sem hann þarfnaðist,
fór hann að bera dót sitt út í vagninn, og hjálpaði James
Walker honum til þess. Kom þá Mike Sullivan og fylgi-
fiskar hans út líka. Fannst Mike Sullivan, að hann þyrfti
að hafa meira gaman að “Skrælingjanum”, eins og hann
kallaði Bárð. Fór hann nú þangað, sem uxarnir stóðu,
og sagði, að “þetta væru hundar Skrælingjans.” Var
mikið hlegið að því. Svo fór Mike Sullivan að sparka með
fótunum í uxana. Þá sáu menn, að Bárður tók snöggt
viðbagð, og áður en menn gatu áttað sig á því, hafði hann
hent Mike Sullivan niður og hélt honum með vinstri
hendinni svo fast, að hann gat varla hreyft legg eða lið.
Með hægri hendinni sleit hann ofan um hann buxumar
og gaf lionum svo ósvikna hýðingu með berri hendinni.
Bar Mike Sullivan sig illa meðan á hýðingunni stóð og
bað menn að hjálpa sér, svo þessi vitlausi maður dræpi
sig ekki. Þegar Bárði fannst að hann liefði gefið Mike
Sullivan þá ráðningu, sem honum fannst hann ætti skilið,
sleppti hann honum, og vatt sér í snatri til hinna mann-
anna og sagði: “Hver er næstur? Eg skal hýða ykkur öll
sléttufíflin.”
Er menn heyrðu þetta, hörfuðu þeir aftur á bak, því
engan langaði til að lenda í höndunum á Bárði. En svo
var þó eins og hetjuandinn kæmi yfir þessa menn aftur,
og hrópaði hver í kapp við annan, að þeir skyldu ráðast
á þennan mann, allir í einu, og bara hengja hann, án
dóms og laga. En það var eins og enginn vildi verða
fyrstur til að ráðast á Islendinginn.
En þá gekk James Walker fram fyrir þessa menn og