Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1952, Blaðsíða 86
HEFND ÍSLENDINGSINS
(Frásaga frá landnámsárunum)
Eftir Eyjólf S. Guðmundsson
Islendingar, er settust að í ríkinu Norður-Dakota,
kusu sér landspildu, sem lá austanhalt við Pembinaháls-
ana. Náðu bújarðir sumra upp á hálsana. Mikið af jörð-
um þessara landnámsmanna var þakið með smáskógi,
mest ösp og pílvið. Aðrar voru að mestu sléttar. Fyrir
austan íslenzku byggðina var mikið sléttlendi. Hafðiþetta
sléttlendi verið byggt áður en íslendingar komu til þessa
ríkis. Voru það mest enskumælandi menn, sem sezt höfðu
að á þessu sléttlendi. Leið ekki á löngu, unz menn þessir
höfðu breytt sléttunni í blómlega akra. Var þá járnbraut
byggð, sem lá í gegnum byggð þeirra sléttubúa. Milh
vagnstöðva var vanalega um 6 mílur. Við hverjar vagn-
stöðvar mynduðust svolítil þorp. Smá voru þessi þorp.
Bændur, sem áttu jarðir þær, sem vagnstöðvarnar voru
á eða sem voru næst við þær, byggðu vanalega hús í
þessum þorpum. Stundum höfðu þeir gistihús. Svo voru
vanalega fleiri en ein búð í þorpinu og nokkrar korn-
hlöður. í búðunum fengust vanalega flestar þær vörur,
sem bændur þörfnuðust mest. Var oft á boðstólum í sömu
búðinni bæði matvara, klæðnaður og járnvara, en lítið
var þá um glysvöru.
Langur vegur var frá járnbrautarstöðinni þangað,
sem Islendingar liöfðu sezt að. Það þorpið, sem einna
næst var miðbiki íslenzku byggðarinnar, var kallað Glass-