Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1952, Blaðsíða 35
ALMANAK
35
Annar fundur.
“Fundur var haldinn þann 3. marz (1895). Safnaðar-
bygging tilefni fundarins. Pétur Pálsson stýrði fundi.
E. G. (Gillies) ritari. E. G. stakk upp á, að P. Pálssyni
verði falið á hendur að sjá um bygginguna. Borið upp og
samþykkt. Pétri Pálssyni sem fr. falið á hendur að kalla
saman menn, þegar hann álítur hentugan dag tilkominn
að byggja tóftina. P. Pálsson lofaði að gefa 100 fet af
borðvið. E. Johnson lofaði að gefa 30 fet. Ingólfur Árna-
son lofaði annaðhvort vinnu eða einum dollar. E. Gillies
lofar tveimur dagsverkum. J. J. Árnason lofar 50 fetum,
“lomber” (lumber). Eftir langa umræðu um hverskonar
þak skuli sett á húsið, var því máli frestað þangað til
tóftin er reist. Fundið slitið.” 3)
Samvæmishús þetta, sem hér um ræðir, var byggt
fljótt og vel. Flestir frumherjarnir voru rétt nýlega seztir
þarna að, og flestir voru með tvær hendur tómar. En allir
höfðu viljann, og allir unnu í einingu, því félagsáhuginn
var mikill. Samkomuhúsið var miðstöð Islendinga í
byggðinni um 25 ára skeið. Þar voru messur fluttar stöku
sinnum, sjónleikir sýndir og kappræður og önnur skemt-
un. Var þar oft glatt áhjalla. Nú stendur þar ekki steinn
vfir steini. Flestir Islendingarnir eru á braut og íslenzkt
félagslíf dáið út.
Þetta er vegur lífsins, öldurnar rísa og falla, blómið
sem í dag er með fullum lífskrafti, er visnað á morgun,
3) Á sérstöku blaði er skráin yfir bjálkana, sem gefnir voru, en
ekki í fundargjörðinni.
Þessir lofuðu að gefa “logga” fyrir bygginguna: Pétur Pálsson 4;
Iryggvi Ólafsson 4; Jóh. Gíslason 4; Þórður Þórðarson 6; Jolin
Gunnarsson 4; lljálmar Árnason 4; Gottskálk Pálsson 4; John
Árnason 4; Sig. Stefánsson 4; Brynjólfur Jósephsson 4; Eldjárn
Johnson 4. Samtals 46 “loggar”.