Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1952, Blaðsíða 57
ALMANAK
57
Þú átt jökulbungur breiðar,
brunahraun og sléttan sand,
lvngi og víði vaxnar heiðar,
vötnin mörg, er prýða land;
kaldar bergvatns lindir ljóma,
laugar hvítar, hver, sem gýs;
kristalsskær, með björtum blóma,
boðinn hátt í loftið rís.
Iðgræn tún og engi skai'ta
auðugt meður blómaskraut.
Fífill, sóley, fjólan bjarta,
færa í glitskrúð hæð og laut.
Foldin, sjór, og loft, er ljómar
Ijóss í háu veldis-dýrð,
raddir vorsins ásblítt óma,
allri burtu hrinda rýrð.
Sveitir lands að singna og lýsa,
og seiða að lífi gleði og þrótt,
dísir allar dagsins rísa
dvala af um miðja nótt.
Þegar óttu geisli glaður
gyllir háan fjalla tind,
þá er unun ljúf að líta
landsins okkar töframynd.
Eg sé í anda frónið fríða
frjálst og laust úr Dana klóm:—
Manndóms skína merkin víða,
mærust lista þróast blóm;
eimreið þýtur yfir landið,
ösla þjóðar fley um mar,
við fossa tengt er töfrabandið,
tól þeir hreyfa margskonar.