Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1925, Qupperneq 41
29
Islandi. í Winnipeg skiidi hann eftir fólk sitt, en fór
sjálfur vestur aS Kyrrahafi og mun hafa verið einn
vetur í Seattle. SumariS eftir kom fólk hans aS aust-
an og fór hann til móts viS það í Bellingham. Þar
bygSi hann sér hixs á almenningi — eyrinni, eins og
fleiri í þá daga, var þaS viS sjóinn, eins og nafniS
bendir til og ómælt land. Mun þaS hafa veriS árin
1889 og '90. Þá vann hann daglaunavinnu, viS hvaS
sem fyrir kom. Þar komst hann í kynni viS fransk-
an xnann, sem Disotel hét og giftur var íslenzkri konu.
VarS þessi franski maSur til aS segja Kristjáni frá
Point Roberts. ÁriS 1893 fluttist Kristján á tangann
meS f jölskildu sína. Reisti sér þegar hús og á til-
tölulega fáum árum hreinsaSi hann svo land sitt skógi
aó þaS framfleitti allgóSu gripabúi, enda þótt hann,
eins og aSrir, yrSi aS vinna hjá öSrum fyrstu árin til
aS hafa ofan í sig og sína. Landvinnan varS því
mjög í hjáverkum, en þrátt fyrir þaS kom hann brátt
fótum undir sig og búnaSist vel. — Þau Kristján og
GuSrún eignuSust 16 börn. Af þeim eru nú sex á
lífi, einn sonur og fimm dætur : Anna, 47 ára, gft
hérlendum manni og til lieimilis í Anacortis, Wash.;
Ingunn Gofort, 46 ára, nú ekkja, til heimilisí Everett;
Helga Callalian, 42 ára; Þorbjörg Goldshop, 36 ára
báSar til heimilis í Seattle; GuSlaug Gofort, 26 ára í
Los Angeles; Hannes, 35 ára í New Port, Oregon.
— Kristján Benediktsson var hygginn búmaSur, en
fremur hægur, greindur vel og drengur góSur. Hann
fór heim til Islands um aldamótin og var þar tvö ár.
Kom þá hingaS aftur og settist að búi sínu á Point
Roberts og dvaldi þar um nokkur ár. En heimþrá
og ættjarSarást dróg hann heim aftur og þar dó hann
í febrúar 1923. Ekkja hans er á lífi og dvelur nú
hjá börnum sínum.