Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1925, Síða 56
44
allstaSar vel liSin, Heilsuleysi Bjarna lá þungt á
þeim síðustu árin. En í gegnum þaS mótlæti og síS-
an, hefir M,argrét borist eins og sönn hetja, og lifir
nú til aS sjá börn sín komast upp og verga eins og
þau eiga kyn til vel aS manni,
Hinrik Eiríksson er fæddur 1-8. febrúar 1862,
aS SvignaskarSi í Borgarhreppi í Mvrasýslu. For-
eldrar hans voru þau hjónin Eiríkur Olafsson, æftaS-
ur frá Lundum í Stafholtstungum, og Ragnhildur Þor»
Steinsdóttir frá GlitstöSumí NorSurárdal f Mýrasýslu,
Hinrik ólst aS mestu upp hjá foreldrum sínum á
SvignaskarSi. Hann kom til Ameríku áriS 1887, fyrst
til Winniþeg, en fór þaSan til Grafton, N. D., og var
þar eitt ár. Þá norSur aftur til Winnipeg. ÞaSau fór
hann til Victoria, B. C., 1891. og bjó þar í 12 ár.
Mest af þeim tíma stundaSi hann byggingaviunu. í
Victoria kom hann sér upp góSu heimili. ÁriS 1904
fór hann til Point Roberts. Festi sér þar 40 ekrur af
landi. Var þar bjálkakofi er bygt liafSi enskur maS-
ur. sem þar hafSi þá veriS áður. BorgaSi Hinrik
þessum manni eitthvaS fyrir kofann og þau verk, er
hanu hafSi gert á landinu, en þau voru næsta lítil.
Hinrik fór nú aftur til Victoria, seldiþar heimili sitt
og flutti ásamt f jölskyldu sinni tihPoint Roberts. Eng-
ir lágu vegir heim aS kofa hans, en hann hafði far-
angUr sinn á heygrind. VarS hún föst í skóginum, svo
Hinrik varS aS fara til næsta nágranna og lána exi
til að aflima trén er hindruSu ferS hans. Nú er land
Hinriks rutt, hreinsað og ræktaS aS mestu, og vel
hýst, bæSi bær og gripahús, Hann var einn meS þeim
allra fyrstu, máske fyrstur þar, aS koma sér upp súr-
heyshlöðu (Silo), Búa þau hjón þar nú ágætisbúi.
Kona Hinriks er GuSríSur, dóttir AuSunnar bónda,
er lengi bjó á Varmalæk í Bæjarsveit í BorgarfjarS-
sýslu og Þórdísar Bjarnadóttur frá Brautartungu í