Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1925, Qupperneq 60
48
eldrum sínum að heiman 1887. FöSur sinn misti
hann ungur, fór me8 móSur sinni vestur aS hafi til
Seattle og ólst þar upp með h enni og stjúpföSur sín-
um Sígfúsi Salomon. LiSlega 16 ára gekk hann í sjó-
her Bandaríkjanna og var þar í þrjú ár. Rúmlega
tvítugur gekk hann aS eíga frændkonu sína Sigur-
laugu, dóttur SigríSar og Þorsteins Líndal, sem þá
voru í Blaine. Keypti hann 10 ekrur af landi móSur
sinnar og reisti þar bú, og hefir farnast mjög vel.
Fyrstu árin vann ha.nn á sumrum hjá A. P. A. fiski-
og níSursuSufélaginu, en vann á landi sínuávetrum.
En hin síSari árin veitir hann forstöSu verzlun G. &
B. fiski- og niSursuSufélagsins. Þess utan hefir hann
< sæmílegt gripabú og hænsarækt í stórum stíl. Börn
þeirra hjóna eru 7, 4 stúlkur og 3 drengir, öll efnileg.
Þau eru: Theodór Andrew Francis, 15 ára, Thor-
steinn, 13 ára; John TVallace Coffin, 7 ára, SigríSur
Juanita Dagný, 12 ára, Júlía Lára Beatrice, 10 ára.
Kristín FríSa Margrét, 4 ára, Ruth Lawretta Sigur-
laug, 1 árs.
Ingvar Goodman er fæddur 29. apríl 1867. FaS-
ir lians var sonur Vigfúsar bónda í Siljatungu og
konu hans Elízabetar Jónsdóttur frá Minna-Núpi í
Árnessýslu. Kona Ingvars er Anna Sveinsdóttir Sig-
valdasonar frá Stóradal í Þingi, systir Önnu konu
Sigurjóns Mýrdal. Þau hjón komu til Ameríku frá
íslandi 1899, voru rúmlega 7 ár í Manitoba, og þaS-
an fóru þau til Point Roberts 1907. Keypti Ingvar
þá land þaS er Árni Mýrdal hafSi áSur fest sér, eSa
forréttindi Árna til þess og verk hans á því; þaS voru
112 ekrur. Hefir Ingvar búiS þar síSan. ÁriS 1915
bygSi Ingvar á landi sínu vandaó, tvílyft timburhús.
Heimili Ingvars er suSaustur á tanganum, hátt frá
sjó og er útsýni þaSan eitt hiS fegursta. LandiS sjálft
hefir veriS allmikiS unniS, en þó ekki einsmikið og