Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1925, Qupperneq 85
73
Svo andar hann léttara. Það er ekki hann,
sem á að gera það. — Hærra upp! — En hvern-
ig? Hvernig? Hann hylur andlit sitt í bæn. Hann
hrópar á miskunn, hann biður skjálfandi af angist
og efa.
Næturstundirnar líða, en Jesse prestur vakir og
biður af öllum krafti sálar sinnaf, og í hinu fátæk-
Iega ríkidæmi trúar sinnar leitar liann eftir lausnar-
orðunum. Honum finst að hann aðeins hafi tvö smá-
brauð fyrir þúsund munna. —
En eftir því sem líður á nóttina, verður hann ró-
legri. Við sólaruppkomu, þegar kirkjuklukkurnar
byrja að óma, hefir hann sigrað. Hann er nú svo
rólegur, að hann getur talað um málið við Önnu
konu sína. Föl og andvaka, eins og hann sjálfur,
leggur liún hendurnar um háls honum og biður
hann að tala og gera eins og herra hans og meistari
leggi fyrir hann. — Fyrir hana og börnin verða, með
guðs hjálp, einhver ráð. —
Einnig frú Anna þekkir tíma vitjunar sinnar, og
það hughreystir hann í því, sem fyrir hendi er.
H v a ð hann á að tala við þá>, veit hann ekki, og
spyr ekki um. Það verður að koma ofan að. Það
verður ekki hans eigið mál, sem hann flytur. —
Hærra upp!-----------
Hár og herðabreiður stendur Jesse fyrir altar-
inu. Hann er fölur og alvarlegur í andliti, er hann
horfir út yfir þessa stóru kirkju, þar sem sóknar-
börn hans eru saman komin og bíða eftir læknis-
orðinu. Ilann sér samstundis að allir bæjarmenn
eru þar. Enginn hefir orðið eftir heima. Þeir fylkt-
ust í stólana, á gólfið og alstaðar þar sem rúm var
aö finna í kirkjunni. Þeir sjúku hafa verið bornir
þangaö. Þeir liggja kyrrir og bíða, hreyfingarlaus-
ir eins og liðin lík. Litlu börnin höfðu verið liugguð
svo þau þögðu. Það er dauðakyrð í þessum stóra