Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1925, Side 86
28
sal. Geislar morgunsólarinnar, bjartir og ljómandi,
smeygja sér inn um bogagluggana. En brátt verð-
ur óvistlegra þar inni. Loftið þyngist fljótt vegna
mannfjöldans, sem inni er, og af uppgufun frá gröf-
unum undir gólfhlerunum. Það eru dapurleg augna-
ráð, þungleg, föl, armædd andlit, sem horfa upp að
altarinu, — á þann, sem þjáist á krossinum. —
Þar situr bæjarráðsmaðurinn, Jósep gamli sút-
ari. Hár hans er hvítara en nokkru sinni áður.
Hann heldur í hönd á fimtán ára gamalli dóttur
sinni, og tárvot kinn hennar hvílir upp við öxl hans.
Augu hennar eru stór og grátbólgin. Andlit henn-
ar er grátt og með hræðslusvip. Augnaráð hennar
er liverfult og reikandi.
H e n n i líkar eru þær í hundraða tali. Þær eru
allar þar samankomnar, — að þeim undanteknum,
sem voru hindraðar vegna þess, sem fram hafði
farið um nóttina — þær koma ekki fyr en eftir
nokkra daga, — og taka sér þá bólstaö í kirkjugarð-
inum.------
Allra augu eru þungleg og dauf, hvort heldur
þeim er beint gegn sólargeislunum eða gegn hinni
fögru þyrni krýndu píslarvottsmynd á veggnum. -—
Alstaðar er kyrð. Ekkert virðist geta hrært þessi
mannahjörtu.
Jesse prestur stendur fyrir altarinu. Hin ís-
köldu og alvarlegu augnaráö allra sálna mættu
honum. Þetta er óttalegra en hann hafði búist við.
H v a ð á hann aö segja ? Hvernig á liann
að lijálpa þeim í neyðinni. í líkamlegri neyð þeirra,
þar sem nú veturinn og hungrið vofir yfir landinu,
og í andlegri neyð þeirra, þar sem allar vonir virð-
ast dánar.
Hann veit ekki hvað hann á að segja. Hann tón-
ar fyrir þá. En rödd hans hljómar ekki eins vel og
vanalega.
Svo krýpur liann aftur í bæn fyrir altarinu, með-
an söfnuðurinn syngur. Sálmurinn hljómar frá