Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1925, Blaðsíða 88
76
alt, ræður öllu.
Séra Jesse horfir út yfir þenna hálfdauða sofn-
uð. — Hvernig á hann að vekja þá? Hvernig á hann
að vekja líf í þessum sorgmæddu andlitum, kveikja
ljós í þessum útbrunnu augum, svo að þau megi aft-
ur sjá? Kveikja það ljós, sem skín skærara degin-
um, heldur en heill bær, sem er brendur um nótt. —
Svo biður hann um styrk og þrótt, biður þann-
ig, sem jafnvel h a n n hafði aldrei áður beðið —
biður fyrir hinurn örvæntingarfulla söfnuði sínum.
Það er með bæn hans eins og glímu Jakobs við
Pníel. Hann v i 11 e k k i sleppa.
Gústaf konungi finnast veggirnir titra við þessa
bæn.-------
Drottinn, 1 á t þjón þinn tala þitt orð með djörf-
ung!
Og séra Jesse talar.
Nú er hann ekki lengur mæðulegur á svip. Rödd
hans er há og hrein og fyllir kirkjuna. Hún heyrist
út í yztu kima kirkjunnar. Hann talar hlýlega og
með augljósri auðmýkt. Hann talar um guðsmann-
inn Job, sem leiö þjáningar og allskonar böl. Pjöld-
inn vaknar nú og heyrir, að það eru þeir sjálfir, sem
hann talar um. H a n n, sem er öllum æðri, leggur
honum orð í munn. Enginn veit hvernig það orsak-
ast, en allir skilja, að nú talar séra Jesse urn þá, sem
órétti eru beittir. Hann talar um guð sinn, sem
einnig er guð þessa bæjar.
Hvað er honum ómáttugt, þessum volduga guði?
Þegar hann einu sinni snýst gegn þeim óguðlega,
sem belgist upp í vonzku sinni, þá-----
Tjöld spillingamannsins liafa frið, og þeir sem
berjast gegn guði. Vissulega. — En jafnvel þótt ilsk-
an sé sæt í munni hans, þótt hann velti henni undir
tungu sinni, og haldi henni í koki sínu, þá fær hann
þó að kenna á henni, þegar hún kemur alla leið of-
an í hann — þá breytir hún brauðinu í iðrum hans
í gjall, og drykkjum hans í eiturblöndu. — —