Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1925, Síða 91
79
syngja með hárri, lilýlegri röddu. Allir taka undir
sem geta. Nú er gott samræmi í söngnum og hljóð-
færaslættinum. Hljóðöldurnar ganga í hylgjum í
kirkjunni, með meiri krafti en nokkru sinni áður.
Skelfst þú eigi ,skari smár,
þótt óvina þinna ilska og fár
á allar hliðar ómi -------------
— Einnig er konungurinn staðinn upp, en virðist
vera á báðum áttum. í fyrsta lagi stendur þessi
maður þarna og lætur skammirnar dynja yfir hann.
Því næst dembir liann, ásamt öllum söfnuðinum,
yfir hann uppáhalds hersálmi hins sigursæla og
ágæta Gústafs Adolfs, móðurbróður hans. Allur
söfnuðurinn lyftir þessum söng upp undir livelfing-
una með slíku afli, að konungur hefir nú ástæðu til
að efast um, að hún haldi. — Alt þetta á sér stað
meðan hann og hermenn hans búa sig undir að
brenna bæinn og kirkjuna, jafnvel safnaðarfólkið
sjálft er að smá líta út um glugga kirkjunnar, til að
vita, hvort að það sjái ekki eld og reyk.---
Svo fer séra Jesse aftur fyrir altarið, en allra
augu mæna á þá sænsku herra. Á meðan þeir ei u
inni, verður þó ekki kveikt í kirkjunni. En nú hafði
klukkan í kirkjuturninum þó slegið ellefu fyrir
nokkru. Að söngnum og orgelslættinum loknum.
er eins og lieyra megi hjartslátt hvers einstaklings
inni í þessum stóra sal. Öðruhvoru hvarfla augu
manna út að gluggunum.
Þrátt fyrir alt þetta lætur séra Jesse færa sig í
messuskrúðann, og byrjar að taka fólk til altaris.
Það kemur hreyfing á í kirkjunni. Fólk streymir
að og frá altarinu. — Nú stendur sænski ráðgjafinn
frá kvöldinu áður aftur frammi fyrir presti. Kon-
ungur hafði dregið dár að honum, af því að hann
hafði ekki haft kaleikinn með sér er hann kom. Nú
ætlar hann þó að vinna sér til viðreisnar aftur.
Hann stöðvar prestinn, þar sem hann er að hella