Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1925, Qupperneq 92
80
nýju víni á kaleikinn: Komdu hingað með könn-
vma. í dag höfum við mikiö að gera. Fáöu okkur
þetta gutl! — Svo ætlar liann að hrifsa kaleikinn.
Séra Jesse horfir á hann þegjandi um augnablik,
virðir liann fyrir sér, og segir svo: Þér sjáið að eg er
að nota hann. Enginn rná aftra mér frá þessu
verki, hætir hann við um leið og hann ákveðinn og
rólegur snýr sér við og gengur í hurtu.
En ráögjafinn þrífur um hönd hans, sem heldur
á kaleiknum meö messuvíninu. Presturinn kippir
handleggnum að sér og losar sig, sveiflar síðan kal-
eiknum í loftinu, og slengir hinurn þunga barmi
hans á munn hershöfðingjanum um leið og hann
hrópar: Vík frá mér, Satan! — Hershöföinginn tók
bakföll eins og í svima, og spýtti blóði og tönnum;
en á meöan þurkar prestur blóðið af kaleiknum og
fyllir hann meö víni að nýju. Því næst gengur hers-
höfðinginn upp að honum með dregið sverð. Prest-
ur sér það og brosir. Meö útbreidda arma býður
hann honum brjóst sitt og segir: Stingdu bara í
k r o s s i n n, ef þú þorir!
En hermaðurinn nemur staðar. Það glampar á
krossinum í sólskininu; þaö er eins og lifandi elds-
logar brenni á honum. Aiiur söfnuðurinn sér þetta
geislabál á krossinum. Allur kórinn, ásamt altar-
inu, stendur eins og í björtu báli.
Ráðgjafinn hopar á liæli og horfir vandræðalega
í kringum sig. Honum verður litið til konungs, sem
ásamt öllu sínu fylgdarliði er á leið upp í kórinn.
Hann gefur liershöfðingjanum bendingu um að
víkja úr vegi. Sverðið fellur aftur í slíörin.
Allir eru náfölir af ótta yfir því, livað ætií að
koma fyrir næst, og yfir afleiðingunum, sem 'petta
geti haft fyrir þá. Þeir óttast alt, ilt og gott. —
En hvað ætlar konungurinn að gera upp í kór?
Séra Jesse horfir ekki til hægri eða vinstri.
Hann heldur áfram við starf sitt, og meðhjálparinn
aðstoðar. Það gengur vel. Hver hópurinn eftir