Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1925, Síða 98
86
uði, og jafnvel oftar. Verðið, sem hann fær, er ef-
laust ekki stöðugt, nú á þessum tímum, þegar allar
iðnaðar og framleiðslugreinir eru a'ð taka breyting-
um, en lágt verð í nokkra mánuði þýðir ekki eyði-
leggingu atvinnunuar. Sá bóndi, sem athugar alt
vel, tekur eftir því, að mjólk fellur um 15 til 25 pró-
sent, og hann ber þetta saman við það að maís fell-
ur úr $1.50 niður í 60c á mælinn, og svínakjöt úr
23 centum niður í 9 cent pundið. Hann reiknar
meðalágóða sinn af mjólkurafurðum um tveggja
ára tíma, og hann finnur að hann hefir ástæðu til
þess að vera ánægður; hann veit ofurvel, að engin
atvinnugrein er svo viss, að hún bíði aldrei neinn
hnekki, en hann veit líka, að engin hefir sömu kosti
að bjóða og kúaræktin.
7. Mjólkurkýrin er rétt nefnd meginstoð
heimilisins. Búskapurinn, hversu ábatasamur sem
hann er, nær aldrei því áliti, sem honum ber, fyr
en bændaheimilin verða svo aðlaðandi, að öll fjöl-
skyldan er stolt af þeim og þau fara að ganga í
erfðir frá einni kynslóð til annarar. Uppvaxandi
unglingar hlakka ekki til þeirrar stundar, er þeir
eiga að erfa margveðsetta og niðurnídda býlis-
ómynd, en þeir hlakka til þess að eignast fallegt
býli og frjósama jörð með hreinkynjuðum skepnum
sem faðir og forfeður hafa skilið þeim eftir. Góð
kúahjörð hefir altaf verið og mun ávalt verða merki
stöðugleikans og farsæls búskapar, verulegs sveita-
heimilis; heimilis, sem ekki er auðvelt að ginna pilt-
ana frá til vinnu í bæjum og stúlkurnar á skrfstof-
urnar.