Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1947, Page 5

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1947, Page 5
Páskatímabilið. Kirkjuþingið í Niecea, er haldið var árið 325 eftir Krists fæðing, ákvað og leiddi í lög kirkjunnar, að páska hátíðin skyldi ætíð haldin vera hinn fyrsta suunudag eftir fyrsta tungl, er springi út næst eftir 20. marzmán. Sam- kvæmt ákvæði þess getur páskahátíðin átt sér stað á 35 daga tímabili, nefnilega á tímabilinu frá 22. marz til 25. apríl, að þeim dögum báðum meðtöldum. Þetta tímabil er nefnt páskatímabilið. Af þessu leiðir, að ef tungl væri fult 21. marz, og 22. marz bæri upp á sunnudag, þá vrði sá dagur (22.) páskadagur. Fyr á ári geta páskar aldrei orðið. Þetta átti sér stað árið 1818. En sé tungl fult 18. apríl og 18. apríl bæri upp á sunnudag, yrði næsti sunnu- dagur páskadagur, nefnil. 25. apríl. Það kom fyrir síðast árið 1886. Sóltími. Sólarhringur er sú tímalengd, er líður á milli þess, er sólin gengur yfir ákveðna hádegislínu, og er það hin eðlilegasta skifting tímans. En sökum hinnar mismun- andi hreyfingar jarðarinnar umhverfis sólina og sökum bugsins á sólargangslínunni (Ecliptic), er aldrei nákvæm- lega jafnlangur tími milli þess, er sól gengur yfir ákveðna línu. Af því leiðir, að það er lítt mögulegt að setja stunda- klukku eftir sól. Til að ráða bót á þessum mismun, setja menn svo að önnur sól sé til, og að hún gangi með jöfnum hraða þvert yfir miðjarðarlínuna. Er sú ímyndaða sól þá stundum á undan og stundum á eftir hinni einu virki- legu sól. Er sá mismunur mestur 16 mínútur. Réttur sóltími er miðaður við hina verkilegu sól, en hinn svo- kallaði “meðal sóltími” aftur á móti, er miðaður við hina ímynduðu sól. Til skýringar má geta þess að það er aðeins á tveimur dögum á árinu — á jafndægrum haust og vor — að “meðal sóltími” og réttum sóltíma ber saman, því á þeim tveim dögum aðeins er buglínan eða sólargangslín- an yfir miðjarðarlínunni.

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.