Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1947, Page 19

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1947, Page 19
Almanak ÚTGEFENDUR: THORGEIRSON COMPANY Ritstjóri: RICHARD BECK. 53. ÁR. WINNIPEG 1947 Skáldkonan GUÐRÚN H. FINNSDÓTTIR. Eftir Richard Beck Á árinu, sem óðum er að fjara út, þegar þetta er ritað, átti íslenzka þjóðin á bak að sjá þrem skáldkonum, þeim Huldu (Unni Benediktsdóttur Bjarklind), Guðfinnu Jóns- dóttur frá Hömrum og Guðrúnu H. Finnsdóttur (Mrs. Gísli Jónsson). Mikil eftirsjá er að þeim öllum, því að allar höfðu þær drjúgum auðgað bókmenntir vorar, hver á sínu sviði. Dýpst snerti oss Islendinga vestan hafs, sem bókmenntum unna, sviplegt fráfall Guðrúnar H. Finns- dóttur, er lést að heimili sínu í Winnipeg þ. 25 marz 1946, því að hún var bæði ein af allra merkustu og mikilhæf- ustu konum í vorum hópi og hafði með smásögum sínum brugðið upp glöggum, skilningSríkum og hugþekkum myndum úr lífi og baráttu íslenzkra manna og kvenna í

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.