Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1947, Side 27

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1947, Side 27
FR AMNESB Y GGÐIN í Norður Nýja íslandi í Manitoba. Eftir B. J. Homfjörð. Eins og frá er skýrt í landnámsþætti Framnesbyggðar í Almanaki O. S. Thorgeirssonar 1931, liggur byggðin meðfram Islendingafljóti, (Icelandic River), í norðvestur hluta Nýja-lslands, í Township 22, Range 2E, en norður- hluti byggðarinnar nær inn í Township 23, R. 1E. 1 mæl- ingunni var fljótið látið ráða merkjum þeirra landa er að því lágu, voru löndin (“lotin”) mæld Vt mílu á breidd, en mílu á lengd, og sum jafnvel meira, sem orsakaðist af krókum þehn sem eru á fljótinu. En er útfrá fljótinu kemur, eru löndm % míla á kant (square lot). Fyrst var Framnesbyggðin eftir að hún myndaðist (1901) látin taka mílu breitt svæði inn í Township 23, (eins og áður er umgetið). En nú er sú Townshiplína sem er milli 22 og 23 látin ráða byggðarmerkjum milli Fram- nes og Víðir, en sú byggð er þar norður af. Við það mílu- tap, misti Framnes nokkra búendur, sem þó hafa verið tilheyrandi byggðinni eptir sem áður, með allan félags- skap, nema í kosningum, því þeirra kjörstaður er á Víðir. Guðmundur Sigurðsson Nordal, sonur Sigurðar Guð- mundssonar Nordal í Geysirbyggð, d. 1920, var sá fyrsti, er settist að í Framnesbyggð 1901. Aðal innflutnings- arin voru 1902-1904. Innflytjendur voru frá N. Dakota í Bandaríkjunum, fjölskyldur þá nýkomnar frá Islandi, og svo fjölskyldur frá hinni svo kölluðu Isafoldarbyggð, (nú

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.