Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1947, Page 33

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1947, Page 33
ALMANAK 35 Talsvert var söngur æfður hér áður, þá hinn góðkunni söngstjóri Brynjólfur Þorláksson var hér vestan hafs. Myndaði hann hér söngflokk, er söng undir hans stjóm við samkomur og á Islendingadögum að Iðavelli við Hnausa, Man., ásamt fleiri flokkum, sem hann æfði í norð- ur Nýja Islandi; en fremur virtist dofna yfir þessu góða fyrirtæki við burtför hans til íslands um 1933. Samt er hér kona, sem æfir söng í viðlögum, Mrs. Einar Vigfússon. Glímur voru dálítið æfðai" hér, meðan Guðmundur Sigurjónsson dvaldi hér vestra, en lagðist svo niður, þá hann hvarf heim aptur. Fremur góðir vegir eru komnir og byggðin að mestu- leyti frí við vatnsárennsli, og góðir skurðir, svo komið er í viðunanlegt horf hvað það snertir, því allt vatn hefur orðið góða framrás. Kornyrka er hér orðin töluverð og bændur hafa keypt mikið af akuryrkjuverkfærum, og dráttarvélum (ti-actors), þreskivélum og “Combines”, sem álitið er að útrými þreskivélum að mestuleyti á næstunni. En yfirleitt hafa bændur hér talsvert af gripum með kornyrkjunni. Hey- sala var hér mikil fyrrum, en fer nú minkandi eptir því sem akrar verða víðtækari. Byggðin tilheyrir sveitinni Bifröst, sem nær yfir norð- urhluta Nýja-lslands. En fyrr meir var Nýja-ísland ein sveit. Byggðarlandnámið var heppið með góða innflytjend- ur, er voru framtakssamir og duglegir, samvinnuþýðir félagsmenn; bar fljótt á þeirri eining, sem fús var að vinna í þarfir sín og byggðarinnar. Ekki má skilja eftir konur þeirra, því þær mættu sínum erfiðleikum sem sannar hetjur, engu síður en þeir. Og víst er það, að erfið- ara hefði margt orðið bóndanum, ef konan hefði ekki lagt sinn hluta í þjónustu útiverkanna líka, frá inniverkum sínum og barnaumsýslan. Verða nú taldir hér þrír, er þóttu þar leiðandi menn:

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.