Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1947, Qupperneq 34
36
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
Tryggvi Ingjaldsson. Hann þótti víkingur til allra
framkvæmda, setti á stað þörf fyrirtæki, svo sem verzlun-
ina og smérgerð, þó í smáum stíl væri (hún var styttri
tíma en versluninn), en það var hjálp í andófi erfiðleik-
anna. Forseti Árdalssafnaðar í mörg ár, einnig sveitar-
ráðsmaður, sá um brúarbyggingar, húsaflutninga, vann
við fiskiflutning á Winnipeg-vatni, o.fl. Tók að sér fram-
lenging C.P.R. járnbrautarinnar, frá Komarno til Árborg-
ar, er stóð yfir parta úr tveimur árum 1909 og 1910, og
síðast en ekki síst, þá flytja þurfti sjúklinga til læknis,
hér á fyrstu árum, til Gimli, að þeir kæmust með járn-
brautarlestinni til Winnipeg. 1 fám orðum sagt, einn af
þeim ómissandi mönnum mannfélagsins, er alstaðar vildu
láta gott af sér leiða. Eg set hér sem dæmi, hvað honum
var annt um þau verðmæti, er lutuað samvinnubyggðanna
Framnes og Árborg frá fyrri tímum. Eftir að kirkjan
kom í Árborg, gat hann þess einusinni við mig, að hann
óskaði að sjá gamla félagshúsið í grafreitnum, þar sem
það hefði verið, meðan hann væri ofanjarðar, því það
minnti á fornsamvinnu Árdals og Framnesbyggða á þeirra
frumbýlis árum.” En svo varð þó ekki, hann sá það selt
og flutt burtu, —d. 18. júlí 1938.
Jón Jónsson yngri. Póstafgreiðslumaður og bóndi að
Framnes P.O., (sem áður er getið), var manna heilráð-
astur, þá úr vöndu var að ráða, var því sjálfkjörinn að ráða
fram úr ýmsum vandkvæðum, sem oft kom sér vel.
Hans gjörðum í þeim efnum var ekki breytt, þó það færi
til löglærðra manna, þótt ekki hefði hann gengið lagaveg-
inn. Mun hafa verið fyrsti skrifari Árdalsafnaðar, og var
skrifari North-Star smérgérðarfélagsins í Árborg, en það
varð til 1907, (en þó ekki fyrsti skrifari þess), það var
Björn I. Sigvaldason (nú í Árborg). Virðingamaður Bifr-
östsveitar um tíma o. fl. Póstafgreiðslu hafði hann á
hendi, þar til hann flutti úr byggðinni 1922. Bókavörður
lestrafélagsins “Mímir” í mörg ár. Hann var fróður um