Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1947, Blaðsíða 41
ALMANAK
43
bjargar konu hans í farsæld þeirra og hagsæld, því að hún
hefir verið honum hinn ágætasti förunautur á langri leið.
Hún er, eins og margir af Hjarðarfellsættinni, fríð kona
og virðuleg í framgöngu, hæglát en athugul, og ber hag
annara fyrir brjósti. Listræn er hún og bókhneigð og hefir
miklar mætur á fögrum skáldskap, fastlynd og trygglynd,
og vinsæl og virt að sama skapi. Hennar störf, sem móð-
ur og húsfreyju, hafa eðlilega verið sérstaklega bundin
við hið stóra og mánnmarga heimili hennar, sem jafnan
hefir staðið í þjóðbraut, og hefir þar ríkt hin fegursta ísl-
enzka gestrisni. Hafa þau hjónin verið samhent í þeim
efnum sem öðrum greinum, enda bera þau í brjósti djúp-
an ræktarhug til ættjarðarinnar, þó að þau færu þaðan
ung að aldri, og kunna vel að meta íslenzkar menningar-
erfðir. Samhliða hinum umfangsmiklu heimilisstörfum,
hefir Guðbjörgu þó unnist tími til að starfa mikið í Kven-
félagi íslenzka lúterska safnaðarins í byggð sinni, því að
hún er einlæg trúkona, og lagt lið öðrum mannfélags-
málum.
Þeim Guðmundi og Guðbjörgu Freeman hefir orðið
11 barna auðið; dóu tveir drengir í æsku, einnig var þeim
nýlega sá mikli harmur kveðinn að sjá á bak Victor Valty
syni sínum, skógræktarstjóra, hinum prýðilegasta manni,
löngu um aldur fram; hann var kvæntur Hólmfríði Soffíu
Ásmundson, er lifir hann. En þessi eru eftirlifandi böm
Guðmundar og Guðbjargar:
Sigríður Lilja, f. 11. jan. 1889, gift Ásmundi Benson,
lögfræðing í Bottineau, N. Dakota
Elizabet Helga, f. 14. mars 1890, gift Thorleifi Thor-
leifson, kaupmanni í Bottineau, N. Dakota.
John, f. 26. júní 1893, kvæntur Guðrúnu Thordarson,
búnaðarráðunautur, í Fargo, N. Dakota.
William, f. 19. sept. 1895, kvæntur Oliviu Thordarson,
búnaðarráðunautur, í Bottineau, N. Dakota.