Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1947, Page 45
Gísli oddviti Markússon.
Eítir séra Sigurð S. Christophersson
Hann hefir með höndum oddvitastörf í Churchbridge-
sveit í Saskatchewan.
Gísli er fæddur í Winnipeg þ. 12. marz 1899. For-
eldrar hans voru hjónin Jóhannes Markússon frá Spákells-
stöðum í Laxárdal í Dalasýslu og Margrét Sigurðardóttir,
ættuð úr sömu sveit.
Gísli fluttist ungur með foreldrum sínum til Þing-
vallasveitar í Saskatchewan. Þau keyptu sér þar landar-
eign og komu sér upp snotru heimili. Þar naut Gísli al-
þýðuskólanáms og lauk því með heiðri; er ekki ólíklegt,
að hann hefði haft hug á að halda áfram námi, ef ástæður
hefðu leyft. Rúmlega tvítugur misti Gísli föður sinn; tók
hann þá við forstöðu heimilisins með móður sinni, sem
nú er látin og Sigríði systur sinni.
Árið 1934 kvongaðist Gísli og gekk að eiga Elínu Krist-
ínu Hinrikson, dóttir Magnúsar Hinrikssonar og konu
hans Kristínar, sem bjuggu um langt skeið innanbygðar,
en eru nú bæði látin.
Eiga þau hjón þrjú börn mannvænleg og vel gefin.
Stendur hagur þeirra hjóna með blóma; eru þau samhent
í öllu.
Reynist Elín manni sínum ágæt með hjálp; er hún vel
mentuð og röggsamleg til framkvæmda. Húsakynni öll
eru vel gerð og í ágætu ásigkomulagi; eru þau lýst með
rafmagni, sem er framleitt með vindmyllnu; þrifnaður og
reglusemi ríkir innan húss og utan.
Ekki var Gísli gamall, þegar hann tók að fylgjast með
almennum málum og taka virkan þátt í þeim; átti hann
sæti í sveitarráðinu í all mörg ár áður en hann tók að sér