Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1947, Side 46

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1947, Side 46
48 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON: forstöðu þeirra. Þegar hann varð fyrir vali til oddvita, sótti þýskur maður á móti honum, sem hafði verið fyrir- rennari hans, en varð undir í þeim viðskiftum. Var Gísli búinn að ávinna sér svo traust manna og álit, að annara þjóða menn, að meðtöldum þýskum kjósendum, tóku hann fram yfir keppinaut sinn. Gísli hefir rólega geðsmuni og lætur sér í engu óðs- lega, stiltur og yfirlætislaus í dagfari; brýtur hvert mál til mergjar og skoðar það frá rótum fremur en alment gerist, og skapar sér rökvissa sannfæringu, sem ekki verð- ur raskað í hendingskasti; fari menn fram á eitthvað það, sem ekki er í samræmi við heilbrigða skynsemi eða röks- emd, verða menn þess varir, að fast er fyrir; lætur Gísli ekki sannfæringu sína fala gegn hóli eða hótunum. Bókasafn á Gísli ágætt og vandað að efni og innihaldi, og er vandlátur að lesmáli; hefir hann djúptæka þekk- ingu og víðsýni í fjöldamörgum málum; er nautn og ávinningur að eiga við hann samræður; munu fæstir fara af fundi hans svo, að þeir fari ekki betri menn en þeir komu. Mjög er Gísli hjálpsamur í garð allra þeirra, sem hafa vandamál með höndum; er áfangi allflestra á fund hans; er hann ráðhollur og greiður til að leysa vandræði manna og vill engin laun þiggja fyrir þann greiða. Hann er og vandvirkur á útfærslu á skjölum og skírteinum öllum, svo menn, sem færir eru í þeim sökum, ljúka á það lofs- orði. Stéttir mannfélagsins eru stoðir og rammbönd, sem halda því í skorðum; er heill þess og velferð undir því komin, að þær séu vel skipaðar og vandsamlega sé valið. Mun það skoðun margra, að oddvitastöðu Church- bridgesveitar sé vel borgið, meðan Gísli hefir hana með höndum. Vel er Gísli máli farinn á ensku og íslenzku; er ræða hans með afbrigðum skipuleg að framsetningu, eðlileg og rökviss; kemur í ljós víðtæk þekking á ensku og ísl- enzku sögumáli.

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.