Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1947, Side 49

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1947, Side 49
ALMANAK 51 en það var eins og þeiin væri það leikur. Bú þeirra og eignir voru á stöðugu framfaraskeiði, þrátt fyrir vaxandi fjölskyldu því nær árlega. Á fyrstu 25 búskaparárum sín- um eignuðust þau 16 börn, sem öll eru enn á lífi og öll hafa alist upp heima, þar til þau voru vinnufær. Jón og Soffía Líndal og börn þeirra. Myndin tekin í gullbrúð- kaupsveizlu þeirra að Lundar sunnudaginn 14. júlí, 1946. Á sama tímabili komu þau upp allstóru gripabúi, mynd- arlegum húsakynnum og unnu meira land til ræktunar en flestir sveitungar þeirra. Og þó höfðu þau tíma til að sinna ýmsum störfum fyrir sveitarfélagið og nágranna sína. Soffía hefir verið í því, sem öðru, stórtæk og ósjer- hlífin. Hún hefir verið forseti Kvenfélagsins lúterska á Lundar í mörg ár. Einnig hefir hún verið í kvenfélagi því, er “Womens Institute” nefnist og haft þar ýms störf á

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.