Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1947, Page 50

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1947, Page 50
52 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON: hendi. Auk þess hefir hún ætíð verið fljót til að sýna hjálpsemi, þegar á lá, og styðja alla viðleitni til menningar og framfara. Jeg spurði Soffíu eitt sinn, hvort hún hefði ekki þurft að halda margar vinnukonur, meðan börnin voru ung. Hún lét lítið yfir því, en sagðist fyrst hafa tekið vinnukonu, þegar sjötta barnið hefði fæðst. Af slíku má sjá, að hún hefir verið hraust og ekki legið á liði sínu. Um Jón Líndal mætti margt segja. Hann er ekki stór maður vexti, en “þéttur á velli og þéttur í lund.” Hann mun í flestu hafa reynst meira en meðalmaður í sínum verkahring. Hann er yfirlætislaus maður. Tryggm- vinur vina sinna, en drenglyndur og hreinskilinn andstæðingur, þegar á milli ber. Hann hefir traust allra hugsandi manna og er vinsæll í sveit sinni. Vel er hann viti borinn, og hefir aflað sér meiri þekkingar af lestri bóka, en flestir aðrir, sem ekki hafa á skóla gengið. 1 þá átt bendir stór bókaskapur í húsi hans, fullur af vel hirtum fræðibókum á ensku og íslenzku. Þær bækur hafa eflaust verið keypt- ar til þess að lesa þær, en ekki til að sýnast. Á fyrstu búskaparárum Jóns var engin jámbraut þang- að í byggðina. Menn urðu því að sækja nauðsynjar sínar til Winnipeg og flytja á hesta- eða uxavögnum. Jón mun hafa haft dálítil peningaráð og byrjaði því verzlun með ýmsan smávarning. Ekki mun þessi verzlun hafa gefið miklar tekjur, en þó mun hún hafa borgað sig allvel, því annars mundi Jón ekki hafa haldið henni áfram; en það gjörði hann, þar til jámbraut var lögð gegnum byggðina og stærri verzlanir risu upp. Jón var snemma kosinn til ýmsra opinberra verka, sem hægt var að fela bændum, því hann mun hafa verið færari í ensku en flestir sveitungar hans. Hann var 17 ár í sveitarstjórn og gegndi oddvitastörfum um eitt skeið, meðan oddviti sveitarinnar var undir málssókn. Var það þakkað harðfylgi Jóns, að sveitin beið lítið tjón við þau málaferli. Hann var í 12 ár í skólastjórn, og gegndi þess-

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.