Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1947, Page 54

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1947, Page 54
v'Tl v GUÐNÝ HOFTEIG JOSEFSON. 1871 -1946. Eftir G. J. Oleson. Þessi gáfaða og prúða merkiskona andaðist á sjúkra- húsi í Marshall, Minn., 3. maí, 1946. Hennar hefir hvergi, svo eg viti, verið minnst í íslenzkum blöðum. Eg get ekki þegjandi gengið framhjá gröf hennar, þó allir aðrir þegi. Guðný var vestur-ísl- enzk. Hún var að vísu fædd á Islandi, en hún ól því sem næst allan aldur sinn hér vestra. Fædd á Skeggjastöðum í Jökuldal, 12. okt. 1871. Foreldrar: Sigbjörn Sigurðsson Hofteig ° og kona hans, Steinunn Magnúsdóttir frá Skeggjastöðum. Guðný fluttist með þeim til Minnesota 1878, og festu þau byggð í Lyon County. „ * , tt r. • t ' r Þar ólst Guðný upp. Barnaskóla- Guony Hofteig Josefson , , *./, ,rr, , . . nam stundaði hun a hermaskola og síðan í Minneota. Hún útskrifaðist af kennaraskólan- um í Winona, 1897. Um margra ára skeið kenndi hún við skóla, en lét ekkert tækifæri ónotað, að auka þekking sina í öllum greinum. Hún stundaði nám við Gustafus Adol- phus mentaskólann í St. Peter, Minn., og útskrifaðist það- “ Sjá æfisögu S. S. Hofteig í Almanaki O.S.Th., 1940, bls. 41-50.

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.