Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1947, Page 57

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1947, Page 57
ALMANAK 59 Hrísey við Eyjafjörð, komu vestur með allra fyrstu frum- byggjum, og áttu merkilegan þátt í félags og menningar baráttu landa sinna, á mörgum vettvangi framan af ár- um. Var hann sérstaklega vel kjörinn til forystu. Hann Olga Emily Olgeirsdóttir Óli S. Arason má telja einn af framsæknustu ágætismönnum í leik- manna hópi vestur-íslenzkra frumherja. Hann var einn í 5 manna nefndinni, sem valdi Nýja Island, 1875. Land- námsmaður þar, og síðar með þeim allra fyrstu, sem stofnaði Argyle byggðina. 1 hann var spunnið margt hið bezta úr íslenzku eðli, og hann var nógu vitur og víðsýnn, að sjá það, að hagkvæmast var, að semja sig sem fyrst eftir siðum og háttum hinnar ágætu hérlendu þjóðar, í því, sem betur mátti fara. Búnaðarhætti og menningar- stefnur hennar, sem hæzt voru á baugi, var hann fljótur að læra, enda mun hann, sem bóndi, hafa staðið fremst alha vestur-íslenzkra bænda á sinni tíð og sennilega aust- an hafs einnig. Hann var áhrifamikill starfsmaður, félags og kirkjumála, góður ræðumaður, og eggjaði landa sína lögeggjan til manndóms, siðgæðis og frama á svipaðan hátt og Einar Asmundsson frá Nesi, á sinni tíð á Islandi. Hann andaðist á bezta aldri, 24. júní, 1903.

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.