Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1947, Side 62

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1947, Side 62
FRÓÐLEIKSMAÐURINN SVEINN ÁRNASON. Eftir Richard Beck. Meðal Islendinga í Vesturheimi hafa verið margir miklir fróðleiks- og bókamenn, fræðimenn í alþýðustétt, og eru enn, þó að þeim ágætu mönnum fari nú, illu heilli, óðum fækkandi, eftir því sem hin eldri kynslóð verður þunnskipaðri. Hafa slíkir menn, eins og með heimaþjóð vorri, verið prýði sveitar sinnar eða bæjar, og með ýmsum hætti sett svip sinn á menningarlíf byggðar sinnar. Fram- arlega í hópi fræðimanna í alþýðustétt vestur hér stóð Sveinn Ámason, um langt skeið bókhaldari í Bremerton, Washington, og óvenjulegur bóka- og fróðleiksmaður, en hann lést að heimili sínu í San Diego, Califomia, þ. 21. ágúst 1945. Sveinn var fæddur á Vopnafirði þ. 27. febrúar 1869, og var í föðurætt kominn af merkum bændaættum á Austurlandi, sonur Áma Sigurðssonar, sýsluskrifara og bókhaldara á Eskifirði og síðar gjestgjafa á Vopnafirði, gáfu- og sæmdarmanns, og konu hans Kristjönu Soffíu Stefánsdóttur bónda á Barði í Eyjafirði, er var myndar- kona og vel látin. Fluttust þau vestur um haf úr Vopna- firði til Norður-Dakota sumarið 1892 og námu næsta ár land í Akra-byggð, en fluttust sex árum síðar til Brown- nýlendunnar í Manitoba og námu þar land á ný. Er þeirra því að verðugu og góðu getið í landnámssögu beggja þeirra byggða, og vísast sérstaklega til hins ítarlega og

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.