Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1947, Page 68

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1947, Page 68
70 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON: sóknum og söguritun sem Ara. Eg vil bæta því við, að nálega hvert orð í bókinni er gullvægt. Lengra hafa menn ekki komist, og lengra verður ekki komist í þeirri miklu og fágætu list, sem í raun og veru er frumskilyrði allrar ritsnilldar, að segja hvorki of mikið né of lítið — vera hvorttveggja í senn: stuttorður og gagnorður.” 1 minningargrein sinni um föður sinn farast Sveini Árnasyni þannig orð: “Sjálfmenntaðir alþýðumenn hafa alla jafnan verið ein hin hollasta og affarasælasta eign hinnar íslenzku þjóðar.” Það er hverju orði sannara, og er þess óskandi, að þjóð vor haldi áfram að eiga sem flesta slíkra manna, því að meðan svo er stendur sveitamenning hennar á föstum gi'unni. Sjálfur var Sveinn einn þeirra prýðimanna í hópi Islendinga vestan hafs, glæsilegt dæmi þeirra fræðimanna í alþýðustétt, sem verið hafa sómi hinnar íslenzku þjóðar á hðnum öldum.

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.