Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1947, Síða 69
Sir Cloudesley Shovel.
Eftir G. J. Oleson.
Sir Cloudesley Shovel, er einn af frægustu flota
foringjum Breta. Hann var fæddur af fátækum foreldr-
um. Strax í æsku var hann sendur til skósmiðs, og var ráðið
að hann lærði þá iðn. En honum leiddist það. Strauk úr
vistinni og komst sem vikadrengur á herskip í flota Breta.
Hann var eins og Sir John Franklin. Hann elskaði sjóinn.
Herfloti Breta átti þá víða skærur, og hafði oft í vök að
verjast. Ekki leið á löngu, að skip það, sem Shovel var á,
lenti í sjóorustu, þar sem Sir John Narborough var yfir-
foringi. Drengmrinn komst á snoðir um, að Sir John var
bráðnauðsynlegt að koma skeyti til yfirmannsins á öðru
Brezku herskipi, sem þátt tók í orustunni. En að komast
þangað varð að fara gegnum skothríð óvinanna. En þó
það væri rætt fram og aftur, sáust engin ráð til að koma
skeytinu. Drengurinn gengur því fyrir foringjann og
býðst til að koma skeytinu. Sir John varð forviða og starði
á hann.
“Hvemig ætlar þú að komast á skipið?”
“Eg ætla að synda þangað, herra,” svaraði drengur
rólegur.
“En þú verður að fara gegnum skothríð óvinanna.”
“Ef þú vilt treysta mér, herra, þá skal eg ábyrgjast að
koma skeytinu til skila.”
Foringinn var hugfanginn af hugrekki og djörfung
drengsins. Afhenti honum skeytið og óskaði honum vel-
farnaðar.
Það stóð ekki á því, að drengurinn klæddi sig úr nær
því öllum fötunum, tók skeytið í munn sér og lagði til