Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1947, Page 72

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1947, Page 72
74 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON: -1946- Jan.—Um áramótin sæmdi Bretakonungur Lt.-Col. Einar Árnason (sonur séra Guðmundur og Sigríðar Árna- son) heiðursmerkinu “The Order of the British Empire” (O.B.E.) fyi'ir vísindalegar uppgötvanir varðandi hémað- argögn á stríðsárunum, en hann var stuttu áður kominn heim úr herþjónustu í verkfræðingadeild canadiska her- ins. Jan.—Snemma í þeim mánuði lauk Miss Sylvia Jónas- son (dóttir þeirra Guðmundar F. og Kristínar Jónasson í Winnipeg, Man.) prófi í fluglist af flugskóla Konnie Jó- hannessonar þar í borg; er hún fyrsta íslenzka stúlkan vestan hafs, sem lokið hefir prófi í þeirri grein. Jan.—Blaðafréttir skýra frá því, að við nýlega afstaðn- ar fylkiskosningar í British Columbia hafi Byron Johnson, sem er íslenzkrar ættar, verið endurkosinn fylkisþing- maður í New Westminster með miklum meirihluta, og að hinn kunni íslenzki “hockey”-kappi og flugmaður, Frank Frederickson, hafi verið kosinn í skólaráð Van- couver-borgar, við síðustu bæjarstjómar-kosningar, með miklu atkvæðamagni. Jan.—I þeim mánuði var dr. Thorbergur Thorvaldson, prófessor í efnafræði við Saskatchewan-háskóla, skipaður forseti deildar háskólans í framhaldsnámsgreinum (Dean of the New College of Graduate Studies), en dr. Thor- valdson er víðkunnur vísindamaður, einkum fyrir rann- sóknir sínar í sementsgerð. Jan,—Jakob F. Kristjánsson frá Winnipeg var fulltrúi Canadastjómar á allsherjarfundi um akuryrkju og verka- mannamál, sem haldinn var í St. Louis, Missouri, í Banda- ríkjunum í lok þessa mánaðar, en hann hefir undanfarið haft með höndum störf á því sviði af hálfu stjórnarinnar. 9. febr.— Átti Gísli Jónsson, ritstjóri og skáld, sjötugs- afmæli. Hefir hann tekið margháttaðan þátt í vestur-ís-

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.