Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1947, Page 80

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1947, Page 80
82 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON: 19. sept.—Alþjóðaþingi verkamanna (International Labour Conference), sem hófst þann dag í Montreal, var Victor Anderson, prentari og bæjarráðsmaður í Winnipeg, einn af fulltrúum Canada, og F. H. Fljózdal, Detroit, Mich., heiðursforseti Alþjóðafélags viðgerðarmanna járn- brauta, einn af fulltrúum Bandaríkjanna. 19. sept.—Þjóðræknisdeild stofnuð að Lundar, Man., með rúmum 30 félögum. Embættismenn: séra Halldór E. Johnson, forseti; Mrs. H. Sveinson, ritari; og Skúli Sig- fússon, fyrrv. fylkisþingmaður, gjaldkeri. Daginn áðrn: hafði grundvöllur verið lagður að stofnun þjóðræknis- deildar að Hayland, Man. 25. sept.—Átti vikublaðið “Heimskringla” sextugsafmæh. Var þeirra merku tímamóta í sögu blaðsins minnst með útgáfu mikils og vandaðs hátíðarblaðs og fjölbreyttu að efni. Núverandi ritstjóri er Stefán Einarsson, er skipað hefir þann sess um 20 ára skeið. 7. okt.—Hóf Karlakór Reykjavíkur söngför sína í Vestur- heimi með samkomu í Newton, New Jersey, og söng síðan í mörgum stórborgum víðsvegar í Austur-, Suður, og Mið- Vesturríkjum Bandaríkjanna, víðast við mjög mikla að- sókn og alstaðar við almenna hrifningu. Löndum sínum vestan hafs voru söngmennirnir sérstaklega aufúsugestir og var þeim, af hálfu Islendinga, fagnað með veizlum í Washington, D.C., New York, Chicago, Gardar, N. Dak., Grand Forks, N.D., Winnipeg, Fargo, N.D., og Minne- apolis. Alls hélt kórinn um 60 söngsamkomur, og lauk sigurför hans með samkomu í Town Hall í New York 15. des. Sigurður Þórðarson tónskáld er söngstjóri kórsins, en einsöngvarar voru Stefán Guðmundsson Islandi, óperu- söngvari og Guðmundur Jónsson, baritónsöngvari; farar- stjóri var Þórhallur Ásgeirsson, fulltrúi í utanríkisráðu- neyti Islands. Okt.—Hjálmar A. Bergman, yfirréttardómari í Mani- toba, lét af forsetastarfi í háskólaráði Manitoba-háskóla,

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.