Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1953, Blaðsíða 34
34 ÓLAFUR S. TÍ40RGEIRSS0N:
að gæti hrevft sig. Eg held, að eg hafi roðnað undir lof-
ræðum lians um mig, og vildi gjarnan breyta umtalsefni
hans,—en þagði þó. Eftir litla stund kom Kjartan skip-
stjóri, fjörlegur og aðlaðandi glæsimenni, er reyndist
mér eins og bezti bróðir, er sönn unun var að vinna með,
eins og eg átti eftir að reyna. Ingvar bað Kjartan að
taka mig í vinnu, ef þess væri nokkur kostur, sagðist
engum trúa fyrir mér eins vel og honum. Eftir dálítið
samtal réðist eg svo hjá Kjartani, til ársloka, en lengur
bjóst hann ekki við að fiska þennan vetur, en taldi lík-
legt að geta þá komið mér fyrir hjá öðrum, er lengur
fiskuðu. Kaupið var $25.00 á mánuði, venjulegt kaup
fvrir óvana menn, um þessar mundir.
Næsta dag fór eg með feðgunum frá Jónsnesi til Sel-
kirk, en þar dvöldum við í 2 daga; varð eg lasinn af liita-
veiki, er þó moltnaði úr mér von hráðar. Eg gleymi
aldrei viðtökunum á Jónsnesi né hversu annt að Björg
kona Stefáns lét sér um mig, meðan eg var lasinn. Var eg
þar heima í fáa daga, en fór þá með Kjartani á seglbát
til Selkirk, og svo aftur um hæl til Mikleyjar, og sam-
dægurs norður í fiskiverið á Bull Head, en þangað voru
félagar okkar komnir á undan okkur.
Eg man enn hina prúðu og gáfuðu konu Kjartans
skipstjóra, Vilhelmínu, dóttur séra Odds V. Gíslasonar.
Með háttprýði sinni og skilningi fannst mér hún brúa
fjarlægðina milli Islands og mín. Er eg fór út í fiskiverið
lánaði hún mér bæknr til lesturs, bæði norskar og dansk-
ar, er nægðu mér og glöddu í tómstundum vetrarins.
Það var eins og að koma í góð foreldrahús er eg kom
aftur að Jónsnesi, í byrjun marz-mánaðar eftir dvöl mína
á vátninu. Stefán bóndi reyndi að aftra mér frá að fara
vestur að hafi, “Þar sem svo margir tvndust”. Hann hafði
líkt álit á för minni þangað eins og fólk heima í sveit
minni hafði á Ameríkuferðum, og er þá nóg mælt. Eg á
bjarta og hressandi minningu um alla, er eg kynntist á