Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1953, Page 43
ALMANAK 43
ilisréttarland á þeim slóðúm; hann varð seinna árum sam-
an sveitarskrifari í Árborg, Man., og lést í Winnipeg
1945. Hann var kvæntur Florence Polson hjúkrunarkonu
frá Winnipeg og áttu þau eina dóttur, Ólöfu Elizabeth.
Ólöf móðir Björns lést að heimili þeirra hjóna í Árborg
1944, þá 99 ára að aldri.
Aðrir bræður þeirra Kristjáns og Björns, er komu til
Gerald, voru Albert og Marteinn; námu þeir þar báðir
land, en Albert varð seinna járnbrautarpóstafgreiðslu-
maður í þjónustu ríkisstjórnarinnar og settist fvrst að í
Saskatoon, Sask., og síðar í Edmonton, Alberta (d. 1948).
Marteinn bjó áfram í Geraldbyggð og dó þar 1938 eða
um það leyti.
Vilborg, systir þeirra bræðra, giftist Eggert Oliver frá
Brú í Argylebyggð, og eru þau bæði látin. Af börnum
þeirra eru þessi einnig dáin: Ólöf, Eggert, Guðný og
Lucy, en hin, sem eftir lifa, eru: Jón búsettur í Detroit,
Michigan; Norquay, lögfræðingur í Calgary, Alherta;
og Pearl, búsett í The Pas, Man. Oddný, önnur systir
þeirra Pálsson-bræðra, var gift Andrési Frímann í Winni-
peg, og eru þau bæði látin fyrir mörgum árum. Sonur
þeirra, Herbert Frímann, er búsettur í Vancouver, dóttir,
Margrét, gift Bandaríkjamanni í Nowata, í Oklahómaríki.
Annar sonur, Lawrence Frímann, er látinn fvrir nokkrum
árum. Þriðja systir þeirra Pálsson-bræðra, Kristín Guð-
björg, dó á heimili Kristjáns bróður síns 1929.
Þorlákur Árnason kom um sama leyti til Geraldbyggð-
ar og þeir Guðjón Vopni og Kristján Pálsson, en þar sem
hann tók heimilisréttarland í Tantallonbyggð og bjó þar
til dauðadags, verður hans getið nánar í landnámsþáttum
þeirrar byggðar.
Björn Halldórsson og Guðlaug Björnsdóttir. Björn var
frá Hrekksgerði í Suðursveit í Austur-Skaftafellssýslu, en
Guðlaug frá Vík í Fáskrúðsfirði. Þau voru systrabörn hún
og Kristján Pálsson, en móðir Guðlaugar var Krístín Guð-