Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1953, Qupperneq 51
ALMANAK 51
skógarmálið, góði minn; gleymdu því ekki, að þúsund ár
eru sem eitt ár, og eitt ár sem þúsund ár.” Hafði þessi
draumur áhrif á Björn. Árið 1923 seldi hann hús sitt í
Winnipeg og flutti með fjölskylduna norður í óbyggðir,
75 mílur austur af Big Black River, 300 mílur norðaustur
af Winnipeg. Þar stundaði hann veiðimennsku, og þar
segist hann hafa veitt í stóran boga, timburúlf, sem hann
tók lifandi úr boganum og til húsa sinna; fyrst hafði hann
úlfinn bundinn með hundakeðju, en síðan gekk hann
laus, var meinlaus eins og lamb og fylgdi liúsbónda sín-
um eins og spakur hundur. Sleppti hann honúm lausum
um vorið, en hver urðu afdrif hans er ekkert víst.
Á veiðiferðum var Björn oft 2 til 3 daga í burtu frá
heimilinu, og lá þá úti um nætur. Einu sinni komst hann
í hann krappan. Hafði hann verið að heiman nokkra daga
og ætlaði lieim, var dagur liðinn að kvöldi, og hann ó-
kunnúguí á þeim slóðum; er hann kom að lækjarós, yfir-
gaf hann vatnið og fylgdi læknum og fór hratt, því heim
skyldi komast um kvöldið. Allt í einu bilaði ísinn og
Björn á kaf.3) Hann komst á land með byssuna, en föt
hans frusu strax illilega. Hann settist að í skógarrunni,
náði úr músahreiðri þurri uppkveikju, setti í hana ögn af
púðri, skaut síðan í uppkveikjuna (því eldspýtur hafði
hann ekki) og lukkaðist honum að kveikja eld, og innan
skamms hafði hann stórt bál.4) Föt hans voru nú öll fros-
in, en hann þíddi þau við bálið. Klæddi hann sig úr föt-
um og þurkaði þau við eldinn. Á meðan hann var að
þessu umstangi fyrir norðan 53. breiddargráðu um jóla-
leytið, flaug honum í hug fólk heima á Islandi, er úti
varð á heiðum og fjallvegum, þar sem ekki var neinn
skógur eða afdrep til að bjarga lífinu, eins og hann nú
3) Byssunni gat hann kastað upp á ísinn um leið og liann fór niður,
og blotnaði hún ekki.
4) Skógurinn bjargaði þarna lífi hans.