Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1953, Qupperneq 53
Kvæði með forspjalli
Eftir Guttorm J. Guttormsson
Embættisbróðir minn og eg (við vorum báðir söng-
stjórar) hittumst einu sinni í “prívat húsi”, einskonar
Salon. Fremur fyrir það rúm, sem við skipuðum í tilver-
unni, en fyrir raddfegurð, mun það hafa verið, að við
vorum kvaddir til að syngja saman eitt algengt lag í Jón-
asarheftunum. Við fundum, að tilgangurinn var að gefa
okkur færi á að verða okkur til sóma og urðum vel við.
Embættisbróðir minn, náttúrlega vanur því, að hon-
um væri hlýtt, “gaf mér merki” að byrja sönginn. Eg réð
af þessu, að hann ætlaðist til, að eg yrði forsöngvarinn,
en — undir hans stjórn — og móðgaðist dálítið. Fyrir kurt-
eisis sakir eingöngu óskaði eg eftir, að hann byrjaði
sjálfur. En hann tók þvert fyrir, k\ aðst ekki hafa söng-
gaffalinn meðferðis, hljóðfæri, sem eg hafði aldrei séð
né heyrt, en þóttist vita, að ekki væri i allra höndum,
vegna þess hve vandasamt væri að leika á það. Eg innti
hann eftir, hvort honurn væri enginn styrkur að styðja
á nótu á orgeli, sem þar var í stofunni. ffann yppti öxlum,
lokaði augunum og hristi höfuðið, sagði, að stofuorgel
væru ekki ábyggileg. Þarf ekki að taka það frarn, að þetta
varð mér til uppörvunar að byrja.
Þó eg segi sjálfur frá, byrjaði eg hvorki of hátt né
of lágt, heldur mitt þar á rnilli, sem eg hafði lært af dýr-
keyptri reynslu.
Eg mundi hafa tekið því rólega, að hann, embættis-
bróðir minn, hefði söngstjórnina, ef eg hefði vitað fyrir