Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1953, Page 61
61
ALMANAK
er og góð mynd af honum. Mig minnir að það vera kona.
sem ritaði greinina, og hún mundi eftir Andersen. Hann
var, að sögn, mjög einkennilegur maður og í fljótu bragði
sýndist hann sérlega ófríður með afarstórt nef,' og hann
mun hafa verið nefmæltur. Þetta sagði danskur karl mér,
sem bjó á Point Douglas í Winnipeg, þar sem eg átti
heimili í mörg ár. Og það lier heima við það, sem sagt er
um hann í greininni í “Munsey’s Magazine”. En þeir,
sem kynntust honum, álitu hann ekki ófríðan. Og augun
hans höfðu verið yndislega falleg og mild. Já, nú er hann
í langfremstu röð dönsku skáldanna. Og ekkert rit frá
Norðurlöndum er eins víða lesið sem sögurnar hans. En
þeir, sem að löstuðu hann mest, eru víst flestir glevmdir.
og við vitum ekki einu sinni hvað þeir hétu.
Nú fer eg að hætta í þetta sinn.
Þinn vin,
J. Magnús Bjarnason
Hallson, N. Dak.
18. júlí 1905
Kæri vinun—
Innilegasta þakklæti fyrir bréfið þitt af 20. júní. Það
hefur dregist fyrir mér að svara því, af því að eg hefi
verið á ferð og flugi um nokkrar undanfarnar vikur. Eg
fór til Canada þann 23. júní og kom heim aftur þann 26.
Síðan hefi eg verið að ferðast meðal kunningjanna hér i
byggðinni.
Eg þakka þér kærlega fvrir þín góðu orð um “Eirík”,
og það gleður mig að vita, að þér líkar þessi þáttur sög-
unnar, sem síðast kom út.
Fátt hefi eg lesið af því, sem út var gefið á Islandi
síðastliðið ár og í vetur. Eg las smásögurnar eftir Guð-
mund á Sandi, og líkar mér þær vel. Þær sýna, að hann
er dýravinur mikill og að hann hefur sérlega glöggt auga;