Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1953, Síða 76
76
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
sjá frásögn um hann i Alm. Ó.S.Th., 1952, bls. 92.) Um
svipað leyti var hann af hálfu Lögfræðingafélagsins í
Canada skipaður formaður í nefnd til þess að rannsaka
og skipuleggja borgaraleg réttindi landsmanna.
Jan,—Árni Eggertson, Q.C., lögfræðingur, kosinn for-
seti Liberalsamtakanna í Mið-Winnipeg kjördæminu hinu
syðra á ársfundi þeirra.
3. febr.—Afhenti G. L. Jóhannson, ræðismaður Islands
í Winnipeg og Sléttufylkjunum, séra Philip M. Pétursson,
forseta Þjóðræknisfélagsins og presti Sambandssafnaðar
í Winnipeg, riddarakross hinnar íslenzku Fálkaorðu, er
forseti Islands hafið sæmt hann í viðurkenningar skyni
fyrir margþætt störf hans í þágu íslenkra félags- og menn-
ingarmála vestan hafs, en hann hefir, auk fyrrnefndra em-
bætta, verið forseti Hins Sameinaða kirkjufélags Islend-
inga í Vesturheimi undanfarin ár.
12. febr,—Átti Sigurður Helgason(H. S. Helgason),
tónskáld og söngstjóri í Blaine, Wash., áttræðisafmæli.
Hefir hann getið sér mikið orð fyrir tónsmíðar og söng-
stjórn. (Sjá um hann grein í Alm. Ó.S.Th., 1942.)
Febr,—Blaðafrétt skýrir frá því, að J. Ragnar Johnson.
Q.C., ræðismaður Islands í Toronto, hafi nýverið verið
sæmdur riddarakrossi hinnar íslenzku Fálkaorðu af for-
seta Islands; en hann hefir árum saman unnið gott kynn-
ingarstarf í þágu ættlandsins í ræðu og riti.
Marz—Vestur-íslenzk blöð flvtja þá frétt, að dr. Vil-
hjálmi Stefánsson landkönnuði hafi, eftir sameiginlega
ákvörðun nefndar vísindamanna og canadiskra stjórnar-
valda, verið sá fágæti sómi sýndur, að ey einni í Norðnr-
höfum hefir verið gefið nafn lians.
Apríl—I byrjun þess mánaðar fór herra Thor Thors,
sendiherra Islands í Washington, D.C.. áleiðis til Rio de
Janeiro og afhenti þ. 29. s.m. Vargas forseta trúnaðarbréf
sitt sem sendiherra fslands í Brazilíu. Stuttu síðar hélt
hann til Buenos Aires og afhenti þar Peron forseta trún-