Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1953, Blaðsíða 98
98 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
ólfur Vigfússon frá Litlu-Rreiðuvík í Reyðarfirði og Ólafía
Þorsteinsdóttir frá Höfðahúsum í Fáskrúðsfirði. Fluttist vestur
um haf með foreldrum sínum 1905 og hafði átt heima i Steep
Rock byggð jafnan síðan.
3. Walter Dalman, á sjúkrahúsi í Winnipeg, Man. Fæddur 23.
okt. 1883 að Garðar, N. Dak., sonur Gisla og Karólínu Dalm-
an. Búsettur í Winnipeg nærri 60 ár og hafði tekið mikinn
þátt í hljómlistarlífi borgarinnar.
9. Guðrún Finsson, kona Guðjóns Finnsson (ættaður af Austur-
landi), að heimili sínu á Gimli, Man. Fædd að Vakurstöðum
í Vopnafirði 22. maí 1875, dóttir Gríms Grímssonar og Akl-
ísar Jósefsdóttur. Kom vestur um haf 1904; um langt skeið
búsett í Selkirk, Man.
10. Charles A. Nielsen póstfulltrúi, á Almenna sjúkrahúsinu í Win-
nipeg, Man. Fæddur á ísafirði 12. júlí 1889, sonur Sóphusar
Jörgens Nielsen verzlunarstjóra og Þórunnar filöndal Nielsen.
Kom til Canada 1909 og starfaði lengst af við pósthúsið í
Winnipeg.
10. Guðrún Stefanía Paulson, ekkja Árna J. Paulson (frá Kamb-
stöðum í Ljósavatnsskarði, d. 1935), á heimili dóttur sinnar í
Port Alberni, B.C. Fædd 22. marz 1880 á Fagralandi í Víði-
nesbyggð í Nýja-lslandi. Foreldrar: Eyjólfur Jónas Guðmunds-
sonar frá Geitdal í Skríðdal og seinni kona hans Sigurveig
Sigurðardóttir Rustikussonar frá Breiðumýri í Vopnafirði. Þau
kom vestur um haf 1878. Frá því á unglingsárum búsett í
Ilólabyggðinni við Glenboro, Man. Systir G. J. Oleson fræði-
manns í Glenboro.
13. Jón Ingi Edwin Thorstcinson, vörubilstjóri í Winnipeg, Man.
Fæddur þar í borg 7. ágúst 1911, sonur Þ. Þ. Þorsteinssonar
skálds og fyrri konu hans Rannveigar Einarsson. Hafði átt
heima í Winnipeg, að undanteknum árunum 1940-1945, er
hann var í herþjónustu.
27. Landnámskonan Halldóra Jóhannsdóttir Helgason, ekkja
Kristján Helgasonar (d. 1920), í Foam Lake, Sask. Fædd 22.
júlí 1864 í Stóradal í Eyjafirði. Foreldrar: Jóhannes Björns-
son og Lilja Daníelsdóttir. Kom vestur um haf til Canada með
foreldrum sínum 1883. Námu þau Kristján og Halldóra árið
1897 land við Foam Lake og talin verið hafa fyrstu íslenzkir
landnemar í þeirri byggð.
28. Hróðný Thompson, ekkja Harry Thompson, að heimili sínu
í Winnipeg, Man., 59 ára að aldri, dóttir Finns Stefánssonar,
er lengi var búsettur þar í borg.
29. Eiríkur Sigurðsson trésmíðameistari, á Almenna sjúkrahúsinu
í Winnipeg, Man. Fæddur 30. júní 1875 að Ljótarstöðum í
Skaftártungu í Vestur-Skaftafellssýslu. Foreldrar: Sigurður
Sigurðsson og Þórunn Hjálmarsdóttir Ijósmóðir. Kom vestur